Listasafn sparaði og keypti eftirlíkingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Svona líta sjöurnar frá Arne Jacobsen út sem Listasafnið á. Safnið keypti eftirlíkingar þegar ekki var til peningur fyrir alvöru hönnun. vísir/stefán Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsinu, keypti eftirlíkingar af hinni þekktu hönnun Arne Jacobsen sjöunni þegar það vantaði stóla í safnið á árunum eftir hrun. Stólunum hefur núna verið fargað, eftir að Eyjólfur Pálsson í Epal gaf safninu ekta sjöur. „Hann gaf safninu sjöur af mikilli rausn og þessum eftirlíkingum var fargað,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafnsins, í samtali við Fréttablaðið.Frá afhendingu stólanna í desember 2013. Vísir/GVAHafþór segir að eftirlíkingarnar hafi ekki verið lengi í safninu. „En þær voru keyptar eftir hrunið. Við gátum ekki fengið sjöur á þeim tíma,“ segir Hafþór. Eyjólfur í Epal hafi bent safninu á að það passaði ekki að hafa þar eftirlíkingar og boðist til að gefa safninu raunverulegar sjöur. Nýju stólarnir komu svo í húsið þann 4. desember 2013. Aðspurður hve marga stóla safnið hafi fengið að gjöf frá Epal segir Hafþór að þeir hafi verið 25. „Þannig að þú sérð að þetta var rausnarleg gjöf,“ segir hann. Hafþór segir að stólarnir hafi verið orðnir mjög lélegir og farið í Sorpu. „Þeir hefðu ekki komið neinum öðrum að gagni,“ segir Hafþór.Eyjólfur Pálssonvísir/gvaEyjólfur Pálsson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi séð stólana í Hafnarhúsinu og stólarnir hafi truflað sig. „Þeir voru keimlíkir, en það er ekki mitt að segja hvort þeir hafi verið eftirlíkingar,“ segir hann spurður út í málið. Eftir þetta hafi hann farið að ræða við forsvarsmenn Listasafnsins. „Þeir áttu engan pening. Og hvað gerir maður? Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleiðandann. Þeir gáfu helming og við helming,“ segir Eyjólfur.Jón Gnarr veitir stólunum viðtök frá Eyjólfi í Epal.Vísir/GVAEyjólfur segir að opinberir aðilar hafi verið góðir viðskiptavinir í gegnum árin og því hafi það verið sjálfsagt að liðsinna opinberri stofnun sem þurfti liðsinni. „Epal verður 40 ára á næsta ári og alltaf á sömu kennitölunni, vel að merkja. Við myndum ekki vera það nema við hefðum haft góða viðskiptavini í gegnum árin og hið opinbera hefur verið góður viðskiptavinur. Þegar þeir lenda á villigötum þá leiðréttum við það,“ segir Eyjólfur. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur, í Hafnarhúsinu, keypti eftirlíkingar af hinni þekktu hönnun Arne Jacobsen sjöunni þegar það vantaði stóla í safnið á árunum eftir hrun. Stólunum hefur núna verið fargað, eftir að Eyjólfur Pálsson í Epal gaf safninu ekta sjöur. „Hann gaf safninu sjöur af mikilli rausn og þessum eftirlíkingum var fargað,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafnsins, í samtali við Fréttablaðið.Frá afhendingu stólanna í desember 2013. Vísir/GVAHafþór segir að eftirlíkingarnar hafi ekki verið lengi í safninu. „En þær voru keyptar eftir hrunið. Við gátum ekki fengið sjöur á þeim tíma,“ segir Hafþór. Eyjólfur í Epal hafi bent safninu á að það passaði ekki að hafa þar eftirlíkingar og boðist til að gefa safninu raunverulegar sjöur. Nýju stólarnir komu svo í húsið þann 4. desember 2013. Aðspurður hve marga stóla safnið hafi fengið að gjöf frá Epal segir Hafþór að þeir hafi verið 25. „Þannig að þú sérð að þetta var rausnarleg gjöf,“ segir hann. Hafþór segir að stólarnir hafi verið orðnir mjög lélegir og farið í Sorpu. „Þeir hefðu ekki komið neinum öðrum að gagni,“ segir Hafþór.Eyjólfur Pálssonvísir/gvaEyjólfur Pálsson segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi séð stólana í Hafnarhúsinu og stólarnir hafi truflað sig. „Þeir voru keimlíkir, en það er ekki mitt að segja hvort þeir hafi verið eftirlíkingar,“ segir hann spurður út í málið. Eftir þetta hafi hann farið að ræða við forsvarsmenn Listasafnsins. „Þeir áttu engan pening. Og hvað gerir maður? Þeir áttu 100 fyrir og vantaði 25 í viðbót. Þá talaði maður við framleiðandann. Þeir gáfu helming og við helming,“ segir Eyjólfur.Jón Gnarr veitir stólunum viðtök frá Eyjólfi í Epal.Vísir/GVAEyjólfur segir að opinberir aðilar hafi verið góðir viðskiptavinir í gegnum árin og því hafi það verið sjálfsagt að liðsinna opinberri stofnun sem þurfti liðsinni. „Epal verður 40 ára á næsta ári og alltaf á sömu kennitölunni, vel að merkja. Við myndum ekki vera það nema við hefðum haft góða viðskiptavini í gegnum árin og hið opinbera hefur verið góður viðskiptavinur. Þegar þeir lenda á villigötum þá leiðréttum við það,“ segir Eyjólfur.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira