Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:15 Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meirihlutann harðlega í gær vegna málefna Bankasýslunnar. vísir/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira