Sambýli í Hvalfjarðarsveit vatnslaust í níu mánuði Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 Gunnar Tyrfingsson og Unnur Ingólfsdóttir í Herdísarholti eru ósátt við að fá ekki vatnsveitu. Þau aka með tank til Akraness á hverjum degi til að sækja vatn. fréttablaðið/valli Gunnar Tyrfingsson í Herdísarholti í Hvalfjarðarsveit er heitur af reiði í kuldanum þessa dagana. Undanfarna níu mánuði hefur hann þurft að ferðast með eitt þúsund lítra tank á kerru til Akraness til þess að ná í vatn, eina til tvær ferðir á dag en til Akraness eru 6 km frá Herdísarholti. „Hér var gamalt vatnsból en vatnið í því þraut. Ég boraði þá eftir vatni en í þá holu kom saltur sjór þannig að ég þurfti að bora aðra. Vatnið í þeirri holu er nú þrotið. Ég sendi sveitarfélaginu bréf í júní í gegnum lögfræðing þar sem ég lýsti ástandinu og bað um að lögð yrði vatnsleiðsla eins og eðlilegt er að þeir geri en þar bera menn fyrir sig jafnræðisreglunni. Þeir segja að sé eitthvað gert fyrir einn bæ þurfi að gera það sama fyrir aðra líka.“vandræði Gunnar þarf að fara tvær vatnsferðir á dag.Fréttablaðið/ValliGunnar, sem rekur sambýli fyrir fjóra fatlaða einstaklinga ásamt konu sinni, Unni Ingólfsdóttur, segir ástandið hafa verið erfitt. „Í fyrstu sótti ég vatn á bílaþvottaplan á Akranesi en eftir að tók að frysta hefur það ekki verið hægt. Félagsmálayfirvöld komu því í kring að ég gæti sótt vatn til Slökkviliðsins á Akranesi og þangað hef ég farið undanfarna daga. Svo hafa vinir og kunningjar leyft okkur að koma með tankinn til sín til að fá vatn. Það er ekki alltaf fært til Akraness til að sækja vatn þangað,“ greinir Gunnar frá. Frostið að undanförnu hefur gert honum lífið leitt. „Vatnið frýs í tankinum og í slöngunni og ég hef orðið að þíða það með blásara. Þetta eru tóm vandræði. Ég er búinn að vera svolítið heitur út í þá í þessum kulda. Maður er svolítið undrandi á að þetta skuli geta gerst á Íslandi þar sem eru náttúruauðlindir úti um allt.“ Hann kveðst hafa fengið vilyrði hjá Orkuveitunni til að ná í vatn úr lind í Akrafjalli næstkomandi vor. „Það verður ekki hægt að fara að vinna í því fyrr en það fer að birta og veðrið lagast. Ég hef líka farið fram á að sveitarfélagið útvegi stóran tank á meðan á þessum vandræðum stendur en því var hafnað. Slökkviliðið hefur boðist til að koma með vatn ef ég hefði stóran tank.“Skúli Þórðarson.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, segir Herdísarholt vera hefðbundið lögbýli í sveit. „Sveitarfélagið hefur enga aðkomu að því að leggja vatnslagnir á heimili í dreifbýli. Við værum að skapa slíkt fordæmi að það væri óvinnandi vegur fyrir okkur. Því miður er staðan þannig að það er erfitt með vatnsmál víðar í sveitinni en hjá þessum en þetta er ekki málefni sveitarfélagsins og getur ekki verið það.“ Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum sé ekki skylt að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli samkvæmt lögum um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 32 frá 2004. „Í dreifbýli er sveitarstjórn hins vegar heimilt að reka vatnsveitu og leggja í framkvæmdir við gerð hennar enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana.“ Gunnar bendir á að í Hvalfjarðarsveit sé vatnsveita sem þjóni Grundartanga og Hagamelshverfi. Eðlilegt sé að hún sé útfærð svo að hún geti þjónað fleirum. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Gunnar Tyrfingsson í Herdísarholti í Hvalfjarðarsveit er heitur af reiði í kuldanum þessa dagana. Undanfarna níu mánuði hefur hann þurft að ferðast með eitt þúsund lítra tank á kerru til Akraness til þess að ná í vatn, eina til tvær ferðir á dag en til Akraness eru 6 km frá Herdísarholti. „Hér var gamalt vatnsból en vatnið í því þraut. Ég boraði þá eftir vatni en í þá holu kom saltur sjór þannig að ég þurfti að bora aðra. Vatnið í þeirri holu er nú þrotið. Ég sendi sveitarfélaginu bréf í júní í gegnum lögfræðing þar sem ég lýsti ástandinu og bað um að lögð yrði vatnsleiðsla eins og eðlilegt er að þeir geri en þar bera menn fyrir sig jafnræðisreglunni. Þeir segja að sé eitthvað gert fyrir einn bæ þurfi að gera það sama fyrir aðra líka.“vandræði Gunnar þarf að fara tvær vatnsferðir á dag.Fréttablaðið/ValliGunnar, sem rekur sambýli fyrir fjóra fatlaða einstaklinga ásamt konu sinni, Unni Ingólfsdóttur, segir ástandið hafa verið erfitt. „Í fyrstu sótti ég vatn á bílaþvottaplan á Akranesi en eftir að tók að frysta hefur það ekki verið hægt. Félagsmálayfirvöld komu því í kring að ég gæti sótt vatn til Slökkviliðsins á Akranesi og þangað hef ég farið undanfarna daga. Svo hafa vinir og kunningjar leyft okkur að koma með tankinn til sín til að fá vatn. Það er ekki alltaf fært til Akraness til að sækja vatn þangað,“ greinir Gunnar frá. Frostið að undanförnu hefur gert honum lífið leitt. „Vatnið frýs í tankinum og í slöngunni og ég hef orðið að þíða það með blásara. Þetta eru tóm vandræði. Ég er búinn að vera svolítið heitur út í þá í þessum kulda. Maður er svolítið undrandi á að þetta skuli geta gerst á Íslandi þar sem eru náttúruauðlindir úti um allt.“ Hann kveðst hafa fengið vilyrði hjá Orkuveitunni til að ná í vatn úr lind í Akrafjalli næstkomandi vor. „Það verður ekki hægt að fara að vinna í því fyrr en það fer að birta og veðrið lagast. Ég hef líka farið fram á að sveitarfélagið útvegi stóran tank á meðan á þessum vandræðum stendur en því var hafnað. Slökkviliðið hefur boðist til að koma með vatn ef ég hefði stóran tank.“Skúli Þórðarson.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, segir Herdísarholt vera hefðbundið lögbýli í sveit. „Sveitarfélagið hefur enga aðkomu að því að leggja vatnslagnir á heimili í dreifbýli. Við værum að skapa slíkt fordæmi að það væri óvinnandi vegur fyrir okkur. Því miður er staðan þannig að það er erfitt með vatnsmál víðar í sveitinni en hjá þessum en þetta er ekki málefni sveitarfélagsins og getur ekki verið það.“ Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum sé ekki skylt að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli samkvæmt lögum um vatnsveitu sveitarfélaga nr. 32 frá 2004. „Í dreifbýli er sveitarstjórn hins vegar heimilt að reka vatnsveitu og leggja í framkvæmdir við gerð hennar enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana.“ Gunnar bendir á að í Hvalfjarðarsveit sé vatnsveita sem þjóni Grundartanga og Hagamelshverfi. Eðlilegt sé að hún sé útfærð svo að hún geti þjónað fleirum.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira