Innlent

Vilja sáttanefnd í læknadeiluna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir, formenn stjórnarandstöðuflokkanna, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna læknadeilunnar.
Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir, formenn stjórnarandstöðuflokkanna, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna læknadeilunnar. Fréttablaðið/GVA
Formenn stjórnarandstöðunnar sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir sáttanefnd vegna læknadeilunnar.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni.

„Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.“

Formennirnir vísa í lög um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem segir að ríkisstjórnin geti, ef sýnt þyki að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar.

„Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×