Hefur reynt í heil 20 ár að slá í gegn á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 11:00 Winslow segir að það gæti verið að hendrix láti sjá sig á Hendrix. nordicphotos/getty „Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira