Hefur reynt í heil 20 ár að slá í gegn á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 11:00 Winslow segir að það gæti verið að hendrix láti sjá sig á Hendrix. nordicphotos/getty „Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“ Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“
Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Fleiri fréttir „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”