Hefur reynt í heil 20 ár að slá í gegn á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 11:00 Winslow segir að það gæti verið að hendrix láti sjá sig á Hendrix. nordicphotos/getty „Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“ Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“
Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira