Innlent

Endurreisn Hótels Íslands næsta skref?

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði um NASA og skipulagsmál við Austurvöll árið 2012.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði um NASA og skipulagsmál við Austurvöll árið 2012. Vísir/GVA/Anton
Greint var frá því í gær að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur friðlýst samkomusalinn á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Það þýðir að ekki má hrófla við upprunalegum innréttingum, innviðum eða skipulagi á rými salarins eins og hann er í dag.

Í samtali við Stöð 2 segir Sigmundur Davíð að friðlýsing Nasa þurfi ekki að koma í veg fyrir hótelbyggingu á svæðinu. Í pistli sem Sigmundur birti á heimasíðu sinni árið 2012 leggur hann einmitt til að horfið verði frá „óþörfu“ niðurrifi Nasa og að Hótel Ísland verði reist í upprunalegri mynd við Austurstræti 2.

„Með því að endurreisa Hótel Ísland mætti leysa ótrúlega mörg af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir,“ skrifar Sigmundur. „Með endurbyggingu hótelsins og aðlögun torgsins gæti Ingólfstorg orðið heildstætt, sérstætt og fallegt reykvískt torg með mikið aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn í stað þess að vera eyða á milli ósamstæðra húsa, umlukin götum og bílastæðum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×