Innlent

Sjálfboðaliðar mæta í skólana

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Nemendur í Hólabrekkuskóla lærðu í gær grunnatriði í skyndihjálp. Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, segir heimsóknir í grunnskóla hafa gengið vonum framar. „Við vitum að þessari fræðslu er ekki alltaf sinnt í skólunum þótt skyndihjálpin sé vissulega inni í aðalsnámskrá, en vonandi verður breyting til batnaðar eftir þetta átak.“
Nemendur í Hólabrekkuskóla lærðu í gær grunnatriði í skyndihjálp. Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum, segir heimsóknir í grunnskóla hafa gengið vonum framar. „Við vitum að þessari fræðslu er ekki alltaf sinnt í skólunum þótt skyndihjálpin sé vissulega inni í aðalsnámskrá, en vonandi verður breyting til batnaðar eftir þetta átak.“ Fréttablaðið/GVA
Flestir grunnskólar landsins hafa nýtt sér boð Rauða krossins á Íslandi um kennslu í skyndihjálp. Rauði krossinn fagnar 90 ára afmæli sínu með áherslu á skyndihjálp.

Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri skyndihjálpar, segir mikilvægt að kenna börnum skyndihjálp. „Þetta er risavaxið verkefni sem tugir sjálfboðaliða komu að. Meðal annars fjöldi hjúkrunar- og læknanema,“ segir hún. Nú þegar hafi flestir skólar á höfuðborgarsvæðinu verið heimsóttir auk fjölmargra úti á landi.

„Krakkarnir hafa mikinn áhuga á skyndihjálp. Ég fór í heimsókn í einn skóla og þar fékk maður að heyra margar skemmtilegar hrakfalla- og slysasögur. Krakkarnir eru síðan sendiherrar á sínum heimilum og tala um það sem þeim finnst áhugavert,“ segir Gunnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×