Sýnishornin bara afhent til skoðunar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. desember 2014 12:00 Langflest skattaskjólsmálanna tengjast Lúxemborg. NORDICPHOTOS/AFP Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að skattrannsóknarstjóra verði veittar 26 milljónir umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Samkvæmt frumvarpinu átti að lækka framlög til embættisins um tæplega 40 milljónir. Óttaðist skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, að segja þyrfti upp fimm til sex manns vegna þess. „Þetta er allt önnur staða. Þetta er ekki jafn mikill skellur og leit út fyrir,“ segir hún. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem á sæti í fjárlaganefnd, kveðst hafa sótt fast að skattrannsóknarstjóri fengi óskert framlag. „Það er óverjandi að setja ekki peninga í þetta. Frá 2008 til 2012 skilaði eftirlit skattsins á þriðja tug milljarða króna í aukna skatta og tekjur til ríkisins. Það eru ákveðin vonbrigði að framlagið varð ekki óskert en við urðum að skera einhvers staðar niður.“Bryndís KristjánsdóttirEkki liggur fyrir hvort veita eigi fé til kaupa á gögnum um rúmlega fjögur hundruð Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Starfshópur fjármálaráðuneytisins á að skoða hvort lagalegar hindranir séu á kaupum á leynigögnum og hvort veita eigi sakaruppgjöf vegna undanskota. „Þessi sýnishorn af gögnunum sem við höfum undir höndum voru einungis afhent til skoðunar en ekki notkunar. Mín afstaða er að við verðum að standa við það samkomulag,“ segir Bryndís um mögulega rannsókn á sýnishornunum. Þau eru með nöfnum 50 Íslendinga og gefa vísbendingar um undanskot. Bryndís segir þó mögulega hægt með einhverjum hætti að breyta þessu samkomulagi. Skattrannsóknarstjóri telur auðveldara að meta hvort ástæða sé til að rannsaka málin ef gögnin liggja öll fyrir. „Það er ekki hægt að vita til hvers rannsóknir leiða fyrr en maður byrjar að skoða gögnin. En því nýrri sem gögnin eru þeim mun sterkari eru þau og þar með aukast líkurnar á því að rétt sé að leggja einhvern pening í þetta.“ Bryndís segir skattaskuldir almennt fyrnast eftir sex ár. „Fyrningartíminn getur þó verið 10 ár ef um alvarleg brot er að ræða. En eftir því sem tíminn líður verða þetta ekki jafnáhugaverð gögn.“ Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að skattrannsóknarstjóra verði veittar 26 milljónir umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Samkvæmt frumvarpinu átti að lækka framlög til embættisins um tæplega 40 milljónir. Óttaðist skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, að segja þyrfti upp fimm til sex manns vegna þess. „Þetta er allt önnur staða. Þetta er ekki jafn mikill skellur og leit út fyrir,“ segir hún. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins sem á sæti í fjárlaganefnd, kveðst hafa sótt fast að skattrannsóknarstjóri fengi óskert framlag. „Það er óverjandi að setja ekki peninga í þetta. Frá 2008 til 2012 skilaði eftirlit skattsins á þriðja tug milljarða króna í aukna skatta og tekjur til ríkisins. Það eru ákveðin vonbrigði að framlagið varð ekki óskert en við urðum að skera einhvers staðar niður.“Bryndís KristjánsdóttirEkki liggur fyrir hvort veita eigi fé til kaupa á gögnum um rúmlega fjögur hundruð Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Starfshópur fjármálaráðuneytisins á að skoða hvort lagalegar hindranir séu á kaupum á leynigögnum og hvort veita eigi sakaruppgjöf vegna undanskota. „Þessi sýnishorn af gögnunum sem við höfum undir höndum voru einungis afhent til skoðunar en ekki notkunar. Mín afstaða er að við verðum að standa við það samkomulag,“ segir Bryndís um mögulega rannsókn á sýnishornunum. Þau eru með nöfnum 50 Íslendinga og gefa vísbendingar um undanskot. Bryndís segir þó mögulega hægt með einhverjum hætti að breyta þessu samkomulagi. Skattrannsóknarstjóri telur auðveldara að meta hvort ástæða sé til að rannsaka málin ef gögnin liggja öll fyrir. „Það er ekki hægt að vita til hvers rannsóknir leiða fyrr en maður byrjar að skoða gögnin. En því nýrri sem gögnin eru þeim mun sterkari eru þau og þar með aukast líkurnar á því að rétt sé að leggja einhvern pening í þetta.“ Bryndís segir skattaskuldir almennt fyrnast eftir sex ár. „Fyrningartíminn getur þó verið 10 ár ef um alvarleg brot er að ræða. En eftir því sem tíminn líður verða þetta ekki jafnáhugaverð gögn.“
Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49