Reið yfir því að vera þjófkennd á Alþingi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Olga Lísa Garðarsdóttir. „Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira