Dregur umsóknina til baka og íhugar að leita réttar síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2014 11:12 Séra Hans Markús Hafsteinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen hefur ákveðið að draga umsókn sína um stöðu sóknarprests í Seljakirkju í Breiðholti til baka vegna þess sem hann kallar ómálefnalega málsmeðferð valnefndar og Biskups Íslands.Líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu á dögunum hafði valnefnd í Seljaprestakalli einróma valið prest síðastliðið vor. Um var að ræða karlmann sem starfað hefur við sóknina undanfarin ár. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði hins vegar valinu þar sem hún taldi jafnréttislög brotin auk þess sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðaði menntun og starfsreynslu. Hans Markús rekur sögu sína við Seljaprestakall þar sem hann sótti um stöðu prests árið 2009. „Í umsóknarferlinu braut biskup og valnefnd kirkjunnar lög við val á umsækjendum. Var það staðfest með áliti umboðsmanns Alþingis og í kjölfarið var málið leyst með samkomulagi um að Biskupsstofa greiddi mér miskabætur vegna hinnar ólögmætu málsmeðferðar,“ segir í yfirlýsingu Hans Markúsar til fjölmiðla. Hann hafi einnig verið eini umsækjandinn um lausa stöðu prests í mars síðstliðnum. Valnefnd hafi hins vegar kosið að mæla með starfandi presti „þrátt fyrir að undirritaður og fleiri umsækjendur væru hæfari til starfans með hliðsjón af menntun og starfsreynslu.“ Sóknarbörn í Seljasókn óskuðu í kjölfar ákvörðunar biskups eftir prestkosningum sem fram fara á laugardaginn. Hans Markús, sem undanfarin ár hefur starfað sem sóknarprestur í Noregi og hefur „áralanga reynslu sem sóknarprestur í Garðaprestakalli og héraðsprestur í Reykjavíkur prófastsdæmi vestra, sem prestur eldriborgara“ segir í ljósi þess sem á undan sé gengið og ítrekaðra og óásættanlegra brota valnefndar prestakallsins á lögum dragi hann umsókn sína til baka. „Ég óska þeim presti sem verður fyrir vali í kosningum velfarnaðar í starfi og sóknarbörnum í Seljasókn alls hins besta. Hvað varðar biskupsstofu og valnefnd prestakallsins mun undirritaður hins vegar skoða hvort ástæða sé til að leita réttar míns vegna þeirrar valdmisbeitingar sem þessir aðilar hafa nú ítrekað gerst sekir um,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Sóknarprestur kosinn í ágúst Sóknarprestur í Seljakirkju verður kosinn þann 16. ágúst næstkomandi. Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna. 10. júlí 2014 00:01 Krefjast kosninga um nýjan prest í Seljakirkju Staðan hefur tvisvar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Valnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið. 4. júlí 2014 07:00 Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sr. Hans Markús Hafsteinsson Ísaksen hefur ákveðið að draga umsókn sína um stöðu sóknarprests í Seljakirkju í Breiðholti til baka vegna þess sem hann kallar ómálefnalega málsmeðferð valnefndar og Biskups Íslands.Líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu á dögunum hafði valnefnd í Seljaprestakalli einróma valið prest síðastliðið vor. Um var að ræða karlmann sem starfað hefur við sóknina undanfarin ár. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði hins vegar valinu þar sem hún taldi jafnréttislög brotin auk þess sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðaði menntun og starfsreynslu. Hans Markús rekur sögu sína við Seljaprestakall þar sem hann sótti um stöðu prests árið 2009. „Í umsóknarferlinu braut biskup og valnefnd kirkjunnar lög við val á umsækjendum. Var það staðfest með áliti umboðsmanns Alþingis og í kjölfarið var málið leyst með samkomulagi um að Biskupsstofa greiddi mér miskabætur vegna hinnar ólögmætu málsmeðferðar,“ segir í yfirlýsingu Hans Markúsar til fjölmiðla. Hann hafi einnig verið eini umsækjandinn um lausa stöðu prests í mars síðstliðnum. Valnefnd hafi hins vegar kosið að mæla með starfandi presti „þrátt fyrir að undirritaður og fleiri umsækjendur væru hæfari til starfans með hliðsjón af menntun og starfsreynslu.“ Sóknarbörn í Seljasókn óskuðu í kjölfar ákvörðunar biskups eftir prestkosningum sem fram fara á laugardaginn. Hans Markús, sem undanfarin ár hefur starfað sem sóknarprestur í Noregi og hefur „áralanga reynslu sem sóknarprestur í Garðaprestakalli og héraðsprestur í Reykjavíkur prófastsdæmi vestra, sem prestur eldriborgara“ segir í ljósi þess sem á undan sé gengið og ítrekaðra og óásættanlegra brota valnefndar prestakallsins á lögum dragi hann umsókn sína til baka. „Ég óska þeim presti sem verður fyrir vali í kosningum velfarnaðar í starfi og sóknarbörnum í Seljasókn alls hins besta. Hvað varðar biskupsstofu og valnefnd prestakallsins mun undirritaður hins vegar skoða hvort ástæða sé til að leita réttar míns vegna þeirrar valdmisbeitingar sem þessir aðilar hafa nú ítrekað gerst sekir um,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Sóknarprestur kosinn í ágúst Sóknarprestur í Seljakirkju verður kosinn þann 16. ágúst næstkomandi. Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna. 10. júlí 2014 00:01 Krefjast kosninga um nýjan prest í Seljakirkju Staðan hefur tvisvar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Valnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið. 4. júlí 2014 07:00 Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sóknarprestur kosinn í ágúst Sóknarprestur í Seljakirkju verður kosinn þann 16. ágúst næstkomandi. Þrír umsækjendur sóttu um stöðuna. 10. júlí 2014 00:01
Krefjast kosninga um nýjan prest í Seljakirkju Staðan hefur tvisvar verið auglýst. Í fyrra skiptið rann frestur til að sækja um út þann 15. apríl síðastliðinn. Valnefnd komst að þeirri niðurstöðu að skipa ætti Ólaf Jóhann Borgþórsson, prest í Seljakirkju, í embættið. 4. júlí 2014 07:00
Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Biskup samþykkti ekki ráðningu sóknarprests í Seljaprestakalli vegna brota á jafnréttislögum. Í staðinn verða haldnar kosningar þar sem jafnréttislög gilda ekki. Tvöfalt kerfi, segir formaður Félags prestvígðra kvenna. 8. ágúst 2014 07:00