Innlent

Hans Markús fluttur til

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Séra Hans Markús verður með aðsetur í Langholtskirkju og tekur ákvörðunin gildi þegar í stað. Miklar deilur hafa staðið yfir í Garðasókn að undanförnu, á milli séra Hans Markúsar og sóknarnefndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×