Færri feður í fæðingarorlof Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir hrun. vísir/getty Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira