Lífið

Tók upp djassplötu í herberginu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Baldvin Snær Hlynsson
Baldvin Snær Hlynsson Vísir/GVA
„Ég skynja miklu meiri áhuga á djassi hjá ungu fólki heldur en ég hélt,“ segir Baldvin Snær Hlynsson, sextán ára nemandi í MH og FÍH, sem á dögunum gaf út djassplötuna . Tónlistina samdi Baldvin alla sjálfur og tók upp sjálfur.„Pabbi er að vinna hjá Axis húsgögnum svo ég fékk hljóðeinangrandi efni hjá honum og setti upp í herberginu mínu og tók upp plötuna þar,“ segir Baldvin. Með honum á plötunni spilar saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og klarínettleikarinn Símon Karl Melsteð.„Vinur pabba, Ágúst Sveinsson trommari, býr í London og hann tók upp allar trommur úti og sendi mér bara,“ segir Baldvin, sem sjálfur spilaði á píanó, bassa og sá um allar upptökur og hljóðblöndun.„Félagi minn ætlaði að mastera plötuna en svo ákvað ég bara að gera það sjálfur. Ég fór bara á Youtube og lærði það,“ segir hann. Aðspurður hvort jafnaldrar hans séu að fíla djassinn segir hann svo vera.„Ég er sjálfur að stússast í elektróník og fönki ásamt því að vera í djassinum. Ætli við unga fólkið séum ekki bara opnara fyrir alls konar tónlist en var,“ segir hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.