Jólapeysuæði í uppsiglingu Vera Einarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 Fyrir nokkrum árum var mikill skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi. Þau Ingvar og Sigdís hafa aldeilis bætt úr því. MYND/ERNIR MYND/ERNIR Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is. Jólafréttir Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir og Ingvar Óskarsson, eigendur verslunarinnar Ljótar jólapeysur að Grænatúni 1 sem var opnuð á þriðjudag, hafa verið með samnefnda netverslun á Facebook síðan í fyrra. Lengi hefur verið skortur á "ljótum" jólapeysum hér á landi en þau Sigdís og Ingvar hafa sannarlega bætt úr því. Sigdís segir verslunina mega rekja til þemapartís sem hún og vinur hennar stóðu fyrir í vinahópnum fyrir nokkrum árum. „Vinur minn stakk upp á því að við héldum ljótupeysu-jólapartí en þá kom á daginn að lítið var um slíkar peysur hér á landi. Ég tók því að mér að panta á netinu fyrir allan hópinn. Við héldum svo partí sem varð alveg hrikalega skemmtilegt eins og svona þemapartí eiga það til að verða.” Sigdís segir um að ræða ameríska hefð sem eigi rætur að rekja til áttunda og níunda áratugarins. „Þá var fólk ekkert að grínast með þetta heldur var í alvöru verið að prjóna peysur með snjókörlum, glimmeri og dúskum. Upp úr 2000 fór að verða vart við þetta hér á landi og þá helst í tengslum við vina- eða vinnustaðagrín.“Þau Sigdís og Ingvar opnuðu Facebook-síðu með peysunum í fyrra. „Við vorum bara með þetta heima en ákváðum að slá til og opna litla verslun fyrir þessi jól, enda eftirspurnin sífellt að aukast. Þetta er þó mest til gamans gert,“ segir Sigdís en hún og Ingvar eru bæði í fullri vinnu auk þess sem Ingvar er í námi. Verslunin verður til að byrja með opin frá 17 til 18 virka daga. „Þegar nær dregur jólum stefnum við að því að vera með jólapeysumarkað um helgar og bjóða upp á piparkökur, kakó og jólatónlist. Facebook-síðan, Ljótar jólapeysur, verður hins vegar áfram opin svo þeir sem komast ekki í búðina geta haft samband við okkur í gegnum hana.“ Peysurnar koma allar frá Bandaríkjunum. „Vinkona okkar sér um að velja og senda til okkar. Það er því ávallt mikil spenna að opna sendingar,“ segir Sigdís. Peysurnar munu kosta á bilinu 5.900 til 6.900 krónur. „Sumar eru þó meira notaðar en aðrar. Við tökum þær til hliðar og seljum ódýrt.“ Í fyrra runnu 500 krónur af andvirði peysanna til jólapeysuátaks Barnaheilla, jolapeysan.is. „Við afhentum samtökunum 140.000 krónur eftir jólin í fyrra. Við höfum sama háttinn á í ár. Þeir sem kaupa jólapeysu eru því að styrkja gott málefni í leiðinni. Eins styrktum við samtökin með peysum í auglýsingaátakið þeirra í ár,“ upplýsir Sigdís. Þess má geta að öll áheit sem safnast í jólapeysuátaki Barnaheilla þetta árið renna til Vináttuverkefnis Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Nánar á jolapeysan.is.
Jólafréttir Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira