Gafst upp á sorphirðufyrirtæki sem nær ekki í ruslið og fer með það sjálfur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2014 07:45 Ábúandinn á Fagrabakka starfar á Hvolsvelli og er nú farinn að kippa heimilissorpinu með þangað. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er með ólíkindum hversu mikið langlundargerð sveitarstjóri og stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu virðast hafa gagnvart síendurteknum brotum verktakans á verksamningi,“ segir Guðmundur Svavarsson á Fagrabakka í bréfi til Rangárþings eystra. Í bréfinu rekur Guðmundur það sem hann segir vera ítrekaða vanrækslu sorphirðuverktakans Gámakó (Gámaþjónustunnar) á að uppfylla samninga við Sorpstöðina gagnvart heimili hans á Fagrabakka.Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra.Fréttablaðið/VilhelmFær borgað en nær ekki í ruslið „Nú er staðan sú að sorphirðuverktaki hefur ekki fjarlægt sorp frá heimilu mínu síðan í byrjun júlí,“ segir Guðmundur í bréfi sínu og kveður þetta vera stöðuna þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórans, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, um að sveitarfélagið vildi gera allt sem í þess valdi stæði til að koma málinu í lag. „Sveitarfélagið innheimtir sorphirðugjöld af íbúum og greiðir sorphirðuverktaka athugasemdalaust fyrir þjónustu sem ekki er veitt. Því miður virðist frammistaða verktakans gagnvart heimilinu á Fagrabakka ekkert einsdæmi því undirrituðum er kunnugt um að víða í sveitarfélaginu eru sorphirðumál í ólagi, jafnvel við stofnanir sveitarfélagsins sjálfs,“ fullyrðir Guðmundur.Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni.Lokað hlið ekki afsökun Ísólfur Gylfi sveitarstjóri segir Guðmund hafa nokkuð til síns máls. Skýringin felist að hluta til í óskráðri reglu um að sorpbílar fari ekki um lokuð hlið svo verkið gangi greiðlega. Þetta telur Guðmundur misskilning. „Ekkert í samningi verktaka eða útboðsgögnum segir að verktaka sé frjálst að bregðast skyldum sínum þurfi hann að opna hlið. Auk þess skal bent á að ítrekað hafa sorpílát ekki verið tæmd, jafnvel þótt hlið standi opið,“ segir ábúandinn á Fagrabakka. Hann er búinn að skila sorptunnunum og ekur sjálfur sínu sorpi á gámavöll á Hvolsvelli eins og hann stakk upp á að fyrirkomulagið yrði gegn því að hann þyrfti ekki að greiða sorphirðugjöld. „Þessi lausn er millileikur en við ætlum að ræða við Gámaþjónustuna til að fá yfirsýn yfir framkvæmdina,“ segir Ísólfur Gylfi.Gámaþjónustan Sinnir sorphirðu fyrir þrjú sveitarfélög sem eiga Sorpstöð Rangárvallasýslu.Fréttablaðið/ErnirTæma ekki horfnar tunnur Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni segir það hafa farist fyrir hjá afleysingamönnum að losa tunnur á Fagrabakka. „Var þá kvartað yfir því sem von var og báðumst við velvirðingar,“ segir Elías. Eftir það hafi verið losað á Fagrabakka með eðlilegum hætti í nokkrar vikur. „Þá brá svo við að tunnurnar hurfu og tilkynnti starfsmaður okkar það til sveitarfélagsins. Síðan þá er okkur erfitt um vik að losa tunnurnar sem vonlegt er. Um leið og tunnurnar verða aftur settar á viðeigandi stað mun ekki standa á okkar starfsmönnum að losa þær,“ segir Elías Ólafsson. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Það er með ólíkindum hversu mikið langlundargerð sveitarstjóri og stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu virðast hafa gagnvart síendurteknum brotum verktakans á verksamningi,“ segir Guðmundur Svavarsson á Fagrabakka í bréfi til Rangárþings eystra. Í bréfinu rekur Guðmundur það sem hann segir vera ítrekaða vanrækslu sorphirðuverktakans Gámakó (Gámaþjónustunnar) á að uppfylla samninga við Sorpstöðina gagnvart heimili hans á Fagrabakka.Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra.Fréttablaðið/VilhelmFær borgað en nær ekki í ruslið „Nú er staðan sú að sorphirðuverktaki hefur ekki fjarlægt sorp frá heimilu mínu síðan í byrjun júlí,“ segir Guðmundur í bréfi sínu og kveður þetta vera stöðuna þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórans, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, um að sveitarfélagið vildi gera allt sem í þess valdi stæði til að koma málinu í lag. „Sveitarfélagið innheimtir sorphirðugjöld af íbúum og greiðir sorphirðuverktaka athugasemdalaust fyrir þjónustu sem ekki er veitt. Því miður virðist frammistaða verktakans gagnvart heimilinu á Fagrabakka ekkert einsdæmi því undirrituðum er kunnugt um að víða í sveitarfélaginu eru sorphirðumál í ólagi, jafnvel við stofnanir sveitarfélagsins sjálfs,“ fullyrðir Guðmundur.Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni.Lokað hlið ekki afsökun Ísólfur Gylfi sveitarstjóri segir Guðmund hafa nokkuð til síns máls. Skýringin felist að hluta til í óskráðri reglu um að sorpbílar fari ekki um lokuð hlið svo verkið gangi greiðlega. Þetta telur Guðmundur misskilning. „Ekkert í samningi verktaka eða útboðsgögnum segir að verktaka sé frjálst að bregðast skyldum sínum þurfi hann að opna hlið. Auk þess skal bent á að ítrekað hafa sorpílát ekki verið tæmd, jafnvel þótt hlið standi opið,“ segir ábúandinn á Fagrabakka. Hann er búinn að skila sorptunnunum og ekur sjálfur sínu sorpi á gámavöll á Hvolsvelli eins og hann stakk upp á að fyrirkomulagið yrði gegn því að hann þyrfti ekki að greiða sorphirðugjöld. „Þessi lausn er millileikur en við ætlum að ræða við Gámaþjónustuna til að fá yfirsýn yfir framkvæmdina,“ segir Ísólfur Gylfi.Gámaþjónustan Sinnir sorphirðu fyrir þrjú sveitarfélög sem eiga Sorpstöð Rangárvallasýslu.Fréttablaðið/ErnirTæma ekki horfnar tunnur Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni segir það hafa farist fyrir hjá afleysingamönnum að losa tunnur á Fagrabakka. „Var þá kvartað yfir því sem von var og báðumst við velvirðingar,“ segir Elías. Eftir það hafi verið losað á Fagrabakka með eðlilegum hætti í nokkrar vikur. „Þá brá svo við að tunnurnar hurfu og tilkynnti starfsmaður okkar það til sveitarfélagsins. Síðan þá er okkur erfitt um vik að losa tunnurnar sem vonlegt er. Um leið og tunnurnar verða aftur settar á viðeigandi stað mun ekki standa á okkar starfsmönnum að losa þær,“ segir Elías Ólafsson.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira