Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að hugsa verði um réttindi fólks til náms. Menntamálaráðherra telur að framhaldsskólar eigi að vera ungmennaskólar og það eigi að loka fyrir aðgang þeirra sem eru orðnir 25 ára og eldri. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira