Innlent

Umræðan um MS jók söluna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Samlagsstjórinn. Hálfdán Óskarsson telur fólk vera að sýna hvað því finnst um MS.
Samlagsstjórinn. Hálfdán Óskarsson telur fólk vera að sýna hvað því finnst um MS.
Aukning á sölu mjólkurvara mjólkurvinnslunnar Örnu var vel merkjanleg í síðustu viku, að því er samlagsstjórinn, Hálfdán Óskarsson, greinir frá. Aukninguna telur Hálfdán vera vegna umræðunnar um Mjólkursamsöluna, MS.

Um tvær vikur eru síðan greint var frá því að Samkeppniseftirlitið hefði lagt 370 milljóna króna sekt á MS fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. MS var sagt beita smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17 prósenta hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu.

„Ég held að umræðan sem verið hefur í gangi með MS hafi haft þessi áhrif. Menn hafa ekki mikið val ef þeir vilja ekki versla við MS. Ætli fólk sé ekki bara að sýna hvað því finnst um þetta. Svo erum við náttúrlega að selja afbragðsgóðar mjólkurvörur sem eru laktósafríar. Þetta eru mjólkurvörur sem henta öllum og fólk virðist sækja í þær,“ segir Hálfdán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×