Kært vegna lambabítsins Myrkva í fyrra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2014 07:00 Bændurnir á Ósabakka vita ekki enn hversu mikið tjón þeirra verður vegna hundaárásarinnar í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Manni grunar að það séu fleiri tilfelli,“ segir Ísabella Theodórsdóttir, sem kveður hundinn Myrkva, sem talinn er hafa lagst á lömb í síðustu viku, hafa ráðist á hund hennar í fyrrasumar. Ísabella var ásamt sínu fólki í heimsókn á bæ nærri Flúðum um verslunarmannahelgina í fyrra. Með í för var Fox Terrier hundur fjölskyldunnar. Við annað hús þar nærri var labradorblendingurinn Myrkvi. „Hann rýkur beint í okkar hund án nokkurs aðdraganda og læsir kjaftinu alveg yfir bakið á honum, reisir hann upp og skellir honum í jörðina. Hann var bara að fara aflífa hundinn okkar,“ segir Ísabella, sem kveður hundunum þá strax hafa verið stíað í sundur. Að sögn Ísabellu námu dýralækningareikningar í kjölfarið tugum þúsunda króna. Eigandi Myrkva hafi ekki viljað taka þátt í kostnaðinum. Því hafi málið á endanum verið kært til lðgreglu. Eigandi Myrkva, sem ekkert vill láta hafa eftir sér undir nafni, telur segir kæru Ísabellu hafa verið ástæðulausa. Aðkomuhundur hafi komið askvaðandi að húsinu og lent saman við hans hund líkt og gangi og gerist. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær voru hundarnir tveir hvor úr sínu húsinu á tvíbýli í nágrenninu og hafa þeir iðulega verið í slagtogi. Um er að ræða jörð austan Stóru-Laxár en Ósbakki stendur handan árinnar. Yngri hundurinn var handsamaður af húsfreyjunni á Ósabakka og síðan aflífaður en hinn hundurinn, sem talinn er vera Myrkvi, komst undan. Eigandi Myrkva segist alls ekki viss um að Myrkvi hafi átt þátt í atlögunni að lömbunum enda sé hann ekki árásargjarn. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hundurinn legið þurr og hreinn á hlaðinu sem benti til þess að hann hefði ekki lent í nokkru misjöfnu. Hann hafi þó verið aflífaður í gær því ekki væri hægt að vera í óvissu með hundinn. Lögreglan á Selfossi staðfestir að Myrkvi sé dauður. Málið frá í fyrra hafi ekki verið rannsakað vegna anna í öðrum málum. Nú verði bæði málin rannsökuð ofan í kjölinn. Séu efasemdir eiganda Myrkva réttar gengur stórtækur dýrbítur enn laus við Stóru-Laxá. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Manni grunar að það séu fleiri tilfelli,“ segir Ísabella Theodórsdóttir, sem kveður hundinn Myrkva, sem talinn er hafa lagst á lömb í síðustu viku, hafa ráðist á hund hennar í fyrrasumar. Ísabella var ásamt sínu fólki í heimsókn á bæ nærri Flúðum um verslunarmannahelgina í fyrra. Með í för var Fox Terrier hundur fjölskyldunnar. Við annað hús þar nærri var labradorblendingurinn Myrkvi. „Hann rýkur beint í okkar hund án nokkurs aðdraganda og læsir kjaftinu alveg yfir bakið á honum, reisir hann upp og skellir honum í jörðina. Hann var bara að fara aflífa hundinn okkar,“ segir Ísabella, sem kveður hundunum þá strax hafa verið stíað í sundur. Að sögn Ísabellu námu dýralækningareikningar í kjölfarið tugum þúsunda króna. Eigandi Myrkva hafi ekki viljað taka þátt í kostnaðinum. Því hafi málið á endanum verið kært til lðgreglu. Eigandi Myrkva, sem ekkert vill láta hafa eftir sér undir nafni, telur segir kæru Ísabellu hafa verið ástæðulausa. Aðkomuhundur hafi komið askvaðandi að húsinu og lent saman við hans hund líkt og gangi og gerist. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær voru hundarnir tveir hvor úr sínu húsinu á tvíbýli í nágrenninu og hafa þeir iðulega verið í slagtogi. Um er að ræða jörð austan Stóru-Laxár en Ósbakki stendur handan árinnar. Yngri hundurinn var handsamaður af húsfreyjunni á Ósabakka og síðan aflífaður en hinn hundurinn, sem talinn er vera Myrkvi, komst undan. Eigandi Myrkva segist alls ekki viss um að Myrkvi hafi átt þátt í atlögunni að lömbunum enda sé hann ekki árásargjarn. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hundurinn legið þurr og hreinn á hlaðinu sem benti til þess að hann hefði ekki lent í nokkru misjöfnu. Hann hafi þó verið aflífaður í gær því ekki væri hægt að vera í óvissu með hundinn. Lögreglan á Selfossi staðfestir að Myrkvi sé dauður. Málið frá í fyrra hafi ekki verið rannsakað vegna anna í öðrum málum. Nú verði bæði málin rannsökuð ofan í kjölinn. Séu efasemdir eiganda Myrkva réttar gengur stórtækur dýrbítur enn laus við Stóru-Laxá.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira