Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum sett á dagskrá Sveinn Arnarsson skrifar 16. september 2014 07:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir Spurði ráðherra hvað liði hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fréttablaðið/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði frá því í sérstakri umræðu um fjarskiptamál á landsbyggðunum, að hringtengja ætti Vestfirði á næstu árum til þess að öryggi fjarskipta landshlutans væri tryggt. Hún vill fá fleiri fyrirtæki en hið opinbera til að fjármagna verkið. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var frummælandi umræðunnar á þingi. Sagði hún að þann 26. ágúst síðastliðinn, þegar gagnaflutningar og símasamband fór út á Vestfjörðum, hefði skapast mjög hættulegt og ótryggt ástand. Ekki var hægt að hafa samband við viðbragðsaðila og sýndi þetta atvik fram á mikinn veikleika í flutningskerfinu á Vestfjörðum. „Ekkert varasamband var um svæðið og það vakti athygli hversu langan tíma lagfæringin tók,“ sagði Lilja Rafney. Hún spurði að lokum innanríkisráðherra hvernig hann hygðist bregðast við. „Hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra bregðast við alvarlegu ástandi sem varð á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum og hver er ábyrgð viðkomandi fyrirtækja?“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra samgöngumála, telur öryggi í fjarskiptum á Vestfjörðum ekki vera nægilega sterkt. Hún hefur þess vegna lagt til að lagning ljósleiðara frá Súðavík til Brúar í Hrútafirði verði styrkt en með því næst hringtenging um Vestfirði sem eykur öryggi í fjarskiptum á Vestfjörðum. Hins vegar vildi ráðherra ekki svara því til hvenær hringtenging kæmist á og taldi óábyrgt af sér að nefna tímasetningar í þeim efnum. Til stæði að nota um 100 milljónir af fjármagni fjarskiptasjóðs til verksins. Þær eitt hundrað milljónir sem fjarskiptasjóður leggur í verkið eru um þriðjungur af heildarfjármögnuninni. Ráðherra vill að fleiri leggi fé í verkið en ríkið þar sem þeir hagnast af verkinu. Í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 er ítarlega gerð grein fyrir stefnu stjórnvalda í uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðunum. Eitt af leiðarljósum fjarskiptaáætlunarinnar er áhersla á atvinnuuppbyggingu, bætt lífsgæði og jákvæða byggðaþróun. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði frá því í sérstakri umræðu um fjarskiptamál á landsbyggðunum, að hringtengja ætti Vestfirði á næstu árum til þess að öryggi fjarskipta landshlutans væri tryggt. Hún vill fá fleiri fyrirtæki en hið opinbera til að fjármagna verkið. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var frummælandi umræðunnar á þingi. Sagði hún að þann 26. ágúst síðastliðinn, þegar gagnaflutningar og símasamband fór út á Vestfjörðum, hefði skapast mjög hættulegt og ótryggt ástand. Ekki var hægt að hafa samband við viðbragðsaðila og sýndi þetta atvik fram á mikinn veikleika í flutningskerfinu á Vestfjörðum. „Ekkert varasamband var um svæðið og það vakti athygli hversu langan tíma lagfæringin tók,“ sagði Lilja Rafney. Hún spurði að lokum innanríkisráðherra hvernig hann hygðist bregðast við. „Hvernig hyggst hæstvirtur ráðherra bregðast við alvarlegu ástandi sem varð á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum og hver er ábyrgð viðkomandi fyrirtækja?“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra samgöngumála, telur öryggi í fjarskiptum á Vestfjörðum ekki vera nægilega sterkt. Hún hefur þess vegna lagt til að lagning ljósleiðara frá Súðavík til Brúar í Hrútafirði verði styrkt en með því næst hringtenging um Vestfirði sem eykur öryggi í fjarskiptum á Vestfjörðum. Hins vegar vildi ráðherra ekki svara því til hvenær hringtenging kæmist á og taldi óábyrgt af sér að nefna tímasetningar í þeim efnum. Til stæði að nota um 100 milljónir af fjármagni fjarskiptasjóðs til verksins. Þær eitt hundrað milljónir sem fjarskiptasjóður leggur í verkið eru um þriðjungur af heildarfjármögnuninni. Ráðherra vill að fleiri leggi fé í verkið en ríkið þar sem þeir hagnast af verkinu. Í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 er ítarlega gerð grein fyrir stefnu stjórnvalda í uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðunum. Eitt af leiðarljósum fjarskiptaáætlunarinnar er áhersla á atvinnuuppbyggingu, bætt lífsgæði og jákvæða byggðaþróun.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira