Vísbendingar um að launamunur kynjanna aukist Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. september 2014 11:30 Árni Stefán Jónsson Samkvæmt nýrri launakönnun er kynbundinn launamunur félagsmanna innan Starfsmannafélags ríkisins (SFR), eins stærsta stéttarfélags á Íslandi, að aukast. Óleiðréttur launamunur er 21 prósent. Meðalheildarlaun karla eru 469.885 en meðalheildarlaun kvenna eru 369.446. Kynbundinn launamunur heildarlauna, það er þegar tekið hefur verið tillit til ýmissa þátta sem áhrif hafa á laun, mælist 10 prósent en mældist 7 prósent í fyrra og 10 prósent þar áður. Þó ber að taka fram að breytingarnar eru innan skekkjumarka frá síðustu könnun. Capacent Gallup gerði könnunina í febrúar og mars en spurt var um laun 1. febrúar. „Frá árinu 2007 hefur þessi munur verið allt frá 11 prósentum og farið allt niður í 7 prósent. Þá finnst mér athyglisvert núna að hann hefur hækkað aðeins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Við höfum verið að reyna að fá ríkið til þess að reyna að gera einhverjar ráðstafanir og það virðist ekki skila sér. Núna þegar maður skoðar þetta þá virðast þetta vera einhverjar viðbótargreiðslur sem eru að koma til,“ segir Árni Stefán. Hann segist ekki geta samþykkt að munurinn stafi eingöngu af því að karlmenn séu harðari í launaviðtölum og kallar eftir sérstökum aðgerðum til að breyta þessum launamun. „Ég get alveg fullyrt það að ríkisvaldið, sem er stærsti vinnuveitandinn okkar, er ekki að taka þátt í alvarlegum ráðstöfunum til þess að takast á við þetta,“ segir Árni Stefán. Hjá Reykjavíkurborg er óleiðréttur launamunur kynjanna um 11 prósent en hefur verið um 16 prósent undanfarin ár. Sá munur er því að minnka. Karlar í fullu starfi eru með 446 þúsund krónur á mánuði en konur 395 þúsund. Kynbundinn launamunur heildarlauna, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, er 6 prósent en hefur verið um 8-10 prósent undanfarin ár. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Samkvæmt nýrri launakönnun er kynbundinn launamunur félagsmanna innan Starfsmannafélags ríkisins (SFR), eins stærsta stéttarfélags á Íslandi, að aukast. Óleiðréttur launamunur er 21 prósent. Meðalheildarlaun karla eru 469.885 en meðalheildarlaun kvenna eru 369.446. Kynbundinn launamunur heildarlauna, það er þegar tekið hefur verið tillit til ýmissa þátta sem áhrif hafa á laun, mælist 10 prósent en mældist 7 prósent í fyrra og 10 prósent þar áður. Þó ber að taka fram að breytingarnar eru innan skekkjumarka frá síðustu könnun. Capacent Gallup gerði könnunina í febrúar og mars en spurt var um laun 1. febrúar. „Frá árinu 2007 hefur þessi munur verið allt frá 11 prósentum og farið allt niður í 7 prósent. Þá finnst mér athyglisvert núna að hann hefur hækkað aðeins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Við höfum verið að reyna að fá ríkið til þess að reyna að gera einhverjar ráðstafanir og það virðist ekki skila sér. Núna þegar maður skoðar þetta þá virðast þetta vera einhverjar viðbótargreiðslur sem eru að koma til,“ segir Árni Stefán. Hann segist ekki geta samþykkt að munurinn stafi eingöngu af því að karlmenn séu harðari í launaviðtölum og kallar eftir sérstökum aðgerðum til að breyta þessum launamun. „Ég get alveg fullyrt það að ríkisvaldið, sem er stærsti vinnuveitandinn okkar, er ekki að taka þátt í alvarlegum ráðstöfunum til þess að takast á við þetta,“ segir Árni Stefán. Hjá Reykjavíkurborg er óleiðréttur launamunur kynjanna um 11 prósent en hefur verið um 16 prósent undanfarin ár. Sá munur er því að minnka. Karlar í fullu starfi eru með 446 þúsund krónur á mánuði en konur 395 þúsund. Kynbundinn launamunur heildarlauna, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, er 6 prósent en hefur verið um 8-10 prósent undanfarin ár.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira