Innlent

Facebook-notendur eru óhamingjusamari

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stórnotendur Facebook eru tvöfalt líklegri til að íhuga skilnað.
Stórnotendur Facebook eru tvöfalt líklegri til að íhuga skilnað. VÍSIR/VALLI
Til að draga úr líkunum á skilnaði ættu pör að minnka tímann sem þau verja í samfélagsmiðla, eins og til dæmis Facebook. Á þetta benda bandarískir vísindamenn við Háskólann í Boston sem fundu tengsl milli fjölda Facebook-notenda og skilnaðartíðni í 43 ríkjum Bandaríkjanna.

Vísindamennirnir spurðu jafnframt 1.160 einstaklinga í hjónabandi um hversu hamingjusamir þeir væru. Þeir sem ekki voru notendur samfélagsmiðla reyndust vera 11,4 prósentum hamingjusamari en hinir. Könnunin leiddi einnig í ljós að þeir sem voru mikið á samfélagsmiðlum eins og til dæmis Facebook voru tvöfalt líklegri til að íhuga að yfirgefa maka sinn en þeir sem ekki notuðu slíka miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×