Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Halldór Blöndal, Guðjón Hjörleifsson og Magnús Júlíusson. Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann. Alþingi Lekamálið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira