Landeigendur tapa tugum milljóna 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann var sett á gjaldtökuna í sumar eftir að hún hafði staðið yfir í um einn mánuð. Vísir/Daníel Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira