Innlent

Heimsækja fanga á Litla-Hraun

Ingvar Haraldsson skrifar
Nefndarmenn munu hitta Margréti Frímannsdóttur, forstöðumann á Litla-Hrauni, í dag.
Nefndarmenn munu hitta Margréti Frímannsdóttur, forstöðumann á Litla-Hrauni, í dag.
Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd munu heimsækja fangelsin Litla-Hraun og Sogn í dag.

„Við munum hitta fanga úr Afstöðu, félagi fanga. Auk þess mun Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, sýna okkur aðstöðuna,“ segir Páll Valur Björgvinsson, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.

„Síðan förum við á Hólmsheiði með Páli Winkel fangelsismálastjóra að skoða hvernig bygging fangelsisins þar gengur,“ segir Páll Valur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×