Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 07:00 Gífurleg aukning hefur orðið á innflutningi á nautgripakjöti til hakkgerðar. Innlend framleiðsla á nautgripakjöti hefur dregist saman vegna aukinnar eftirspurnar á mjólkurvörum. vísir/stefán Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“ Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Innflutningur á nautakjöti var tífalt meiri á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en á fyrstu sex mánuðum ársins 2013. Sérstaklega er mikil aukning á frystu úrbeinuðu nautgripakjöti, sem er unnið úr kúm en ekki nautum, og notað til hakkgerðar af kjötvinnslum. Frá janúar til júní árið 2013 voru tæp 27 tonn af nautgripakjöti flutt inn en á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 363 tonn flutt inn, eða þrettánföld aukning. Mest er flutt inn af nautgripakjöti frá Þýskalandi en einnig frá fjarlægari löndum, eins og Ástralíu. Einnig er nýtt af nálinni að nú er tilbúið frosið hakk flutt inn til landsins frá Írlandi. Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist gífurlega síðustu árin og er stærsta ástæðan talin mikil fjölgun ferðamanna. Íslenskir kúabændur eiga ekki möguleika á að mæta þessari aukinni eftirspurn enda hefur framleiðsla þeirra nánast staðið í stað síðustu þrettán árin.Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabændaBaldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að samdráttur hafi orðið á innlendri framleiðslu, sérstaklega á hakkefni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum. Það þýði að bændur láti síður slátra kúnum. Baldur segir bændur áhugasama um að auka framleiðsluna og nóg landrými vera til staðar en málið strandi á því að fá leyfi fyrir innflutningi á erfðaefni svo hægt sé að stækka holdnautastofninn, sem notaður er til kjötframleiðslu. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að geta ekki sinnt innlendum markaði. En til þess að auka framleiðsluna þurfum við nýtt blóð í stofninn og við höfum í mörg ár leitað samstarfs við stjórnvöld til að heimila innflutninginn,“ segir Baldur. „Það er leitt að þetta taki svo langan tíma þegar það blasir við að það þurfi að auka framleiðsluna.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir að frumvarp sé nú í undirbúningi í ráðuneytinu eftir tveggja ára vinnu við áhættumat á innflutningi á erfðaefni. „Menn vilja vanda sig og taka lágmarksáhættu vegna sjúkdóma sem gætu borist inn í landið. En við erum komin með áhættumat og greiningu frá Matvælastofnun, dýralæknaráð hefur fjallað um málið og nú er verið að undirbúa frumvarp þar sem gefinn yrði möguleiki á nýju erfðaefni til kjötvælaframleiðslu.“
Tengdar fréttir „Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38 Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00 Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Framleiðendur segja að um mistök hafi verið að ræða í merkingu á kjötvörum þar sem ekki var ljóst hvort kjöt væri íslenskt eða spænskt. Formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fylgjast gaumgæfilega með merkingum. 7. ágúst 2014 12:38
Annar hver hamborgari á þessu ári úr spænsku nautakjöti Vegna skorts á nautakjöti innanlands hafa söluaðilar þurft að stórauka innflutning á erlendu nautakjöti. Meira en helmingur af nautahakki sem dótturfélag Haga selur sem hamborgara er innfluttur frá Spáni. 7. ágúst 2014 19:00
Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið 22. júlí 2014 07:00