„Grísakjöt íslenskt - upprunaland Spánn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. ágúst 2014 12:38 Hér má sjá hinar misvísandi merkingar. Tvær myndir ganga nú á milli fólks á Facebook sem sýna kjöt merkt sem íslenskt en að upprunaland þess sé Spánn. „Þetta er auðvitað ákveðin þversögn," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Í báðum tilfellum segja framleiðundur að um mannleg mistök í merkingu sé að ræða. Báðir framleiðendur biðjast afsökunar á mistökunum og ætla að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Myndirnar sem ganga um Facebook eru annars vegar af hamborgurum sem eru merktir Íslandsnaut og eru framleiddir af fyrirtækinu Ferskar Kjötvörur og hins vegar Grísakjöti frá Krónunni. Á pakkningunni kemur fram að kjötið sé íslenskt en upprunalandið sé Spánn. Jóhannes Gunnarsson hefur fyrir hönd Neytendasamtakanna verið í sambandi við báða framleiðendur auk þess sem hann sendi Matvælastofnun fyrirspurn í morgun. Þar bað hann um að farið yrði ofan í merkingar á kjötvörum. „Við viljum að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun og þess vegna er mikilvægt að réttar upplýsingar liggi fyrir," segir Jóhannes.Erlent kjötIngibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að hamborgararnir sem eru seldir undir merkjum Íslandsnauts hafi átti að vera seldir undir vörumerkinu Nautaveisla. „Við leggjum mikið upp úr því að allt sem er selt undir merkjum Íslandsnauts sé íslenskt. Við seljum líka hamborgara undir nafninu Nautaveisla og notum innflutt nautakjöt í það. Þarna voru einfaldlega mannleg mistök gerð í merkingu. Þarna var Nautaveisla merkt sem Íslandsnaut. Strikamerkið er aftur á móti rétt og hefðu neytendur borgað fyrir Nautaveislu, sem er ódýrari," útskýrir hann. Ingibjörn baðst afsökunar á þessum mistökum og sagði fyrirtækið ætla að tryggja að svona mistök kæmu ekki fyrir aftur. Davíð Freyr Jóhannsson tók myndina af kjötinu í Bónus við Smiðjuveg. „Ég hef alltaf keypt Íslandsnaut og legg upp úr því að kaupa íslenskt. Það er eitthvað sem maður vill gera. Þess vegna vakti þetta athygli mína," útskýrir Davíð og heldur áfram: „En ég vil taka það fram að ég hef ekki séð þetta áður hjá þeim og ekki síðan ég tók myndina. Mér finnst bara mikilvægt að kúnninn viti hvað hann er að kaupa."Átti að vera grísaspjótKristinn Skúlason er rekstrarstjóri Krónunnar. Hann segir að myndin sem gangi á Facebook sé af íslensku grísakjöti þó svo að þar standi að upprunalandið sé Spánn. „Við seljum bæði grísahnakka eins og myndin er af og svo seljum við líka grísaspjót. Kjötið á spjótunum er innflutt og þarna urðu bara mistök. Þarna hafa upplýsingar um grísaspjótið farið inn á íslensku grísahnakkana," útskýrir hann. Kristinn biðst forláts á þessum mistökum í merkingu vörunnar. Hann segir að búið sé að kippa þessu í liðinn.Samfélagsmiðlarnir veita aðhald Jóhannes Gunnarsson segir að samfélagsmiðlarnir séu mjög mikilvægir fyrir neytendur og geta bætt neytendavitund fólks. „Svona umræða, dreifing upplýsinga af þessu tagi, er af hinu góða fyrir neytendur. Framleiðundum og seljendum líkar ekki að koma illa út í umræðunni. Þetta er gríðarlegt aðhald. Ég fagna umræðu af þessu tagi á samfélagsmiðlunum.“ Jóhannes segist ekki geta sagt hvort að það hafi færst í aukana að kjötvörur séu ekki rétt merktar. „Þegar manni eru send tvö svona dæmi þá hlýtur maður að velta vöngum yfir hvert menn eru að fara. Auðvitað geta orðið mannleg mistök og báðir framleiðendur hafa beðist forláts á þessu. Ég á erfitt með að fullyrða hvort þetta er að minnka eða að aukast. Nú er innflutningur vaxandi á nautakjöti því það er skortur á íslensku nautakjöti. En ég get ekki fullyrt um hvort þetta sé að aukast en það er mikilvægt að fylgjast vel með þessu," segir formaðurinn. Jóhannes segir að Neytendasamtökin beyti sér fyrir því að upplýsa neytendur „Það skiptir máli að réttar upplýsingar liggi fyrir. Einverjir gætu viljað sniðganga vörur frá einhverju landi, til dæmis ef þeir telja að sjúkdómahætta fylgi tilteknum vörum. Neytandinn á að fá möguleika á að gera það. Það er ekki hlutverk Neytendasamtakanna að velja fyrir fólk, heldur að sjá til þess að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða vörur það kaupir." Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tvær myndir ganga nú á milli fólks á Facebook sem sýna kjöt merkt sem íslenskt en að upprunaland þess sé Spánn. „Þetta er auðvitað ákveðin þversögn," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Í báðum tilfellum segja framleiðundur að um mannleg mistök í merkingu sé að ræða. Báðir framleiðendur biðjast afsökunar á mistökunum og ætla að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Myndirnar sem ganga um Facebook eru annars vegar af hamborgurum sem eru merktir Íslandsnaut og eru framleiddir af fyrirtækinu Ferskar Kjötvörur og hins vegar Grísakjöti frá Krónunni. Á pakkningunni kemur fram að kjötið sé íslenskt en upprunalandið sé Spánn. Jóhannes Gunnarsson hefur fyrir hönd Neytendasamtakanna verið í sambandi við báða framleiðendur auk þess sem hann sendi Matvælastofnun fyrirspurn í morgun. Þar bað hann um að farið yrði ofan í merkingar á kjötvörum. „Við viljum að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun og þess vegna er mikilvægt að réttar upplýsingar liggi fyrir," segir Jóhannes.Erlent kjötIngibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að hamborgararnir sem eru seldir undir merkjum Íslandsnauts hafi átti að vera seldir undir vörumerkinu Nautaveisla. „Við leggjum mikið upp úr því að allt sem er selt undir merkjum Íslandsnauts sé íslenskt. Við seljum líka hamborgara undir nafninu Nautaveisla og notum innflutt nautakjöt í það. Þarna voru einfaldlega mannleg mistök gerð í merkingu. Þarna var Nautaveisla merkt sem Íslandsnaut. Strikamerkið er aftur á móti rétt og hefðu neytendur borgað fyrir Nautaveislu, sem er ódýrari," útskýrir hann. Ingibjörn baðst afsökunar á þessum mistökum og sagði fyrirtækið ætla að tryggja að svona mistök kæmu ekki fyrir aftur. Davíð Freyr Jóhannsson tók myndina af kjötinu í Bónus við Smiðjuveg. „Ég hef alltaf keypt Íslandsnaut og legg upp úr því að kaupa íslenskt. Það er eitthvað sem maður vill gera. Þess vegna vakti þetta athygli mína," útskýrir Davíð og heldur áfram: „En ég vil taka það fram að ég hef ekki séð þetta áður hjá þeim og ekki síðan ég tók myndina. Mér finnst bara mikilvægt að kúnninn viti hvað hann er að kaupa."Átti að vera grísaspjótKristinn Skúlason er rekstrarstjóri Krónunnar. Hann segir að myndin sem gangi á Facebook sé af íslensku grísakjöti þó svo að þar standi að upprunalandið sé Spánn. „Við seljum bæði grísahnakka eins og myndin er af og svo seljum við líka grísaspjót. Kjötið á spjótunum er innflutt og þarna urðu bara mistök. Þarna hafa upplýsingar um grísaspjótið farið inn á íslensku grísahnakkana," útskýrir hann. Kristinn biðst forláts á þessum mistökum í merkingu vörunnar. Hann segir að búið sé að kippa þessu í liðinn.Samfélagsmiðlarnir veita aðhald Jóhannes Gunnarsson segir að samfélagsmiðlarnir séu mjög mikilvægir fyrir neytendur og geta bætt neytendavitund fólks. „Svona umræða, dreifing upplýsinga af þessu tagi, er af hinu góða fyrir neytendur. Framleiðundum og seljendum líkar ekki að koma illa út í umræðunni. Þetta er gríðarlegt aðhald. Ég fagna umræðu af þessu tagi á samfélagsmiðlunum.“ Jóhannes segist ekki geta sagt hvort að það hafi færst í aukana að kjötvörur séu ekki rétt merktar. „Þegar manni eru send tvö svona dæmi þá hlýtur maður að velta vöngum yfir hvert menn eru að fara. Auðvitað geta orðið mannleg mistök og báðir framleiðendur hafa beðist forláts á þessu. Ég á erfitt með að fullyrða hvort þetta er að minnka eða að aukast. Nú er innflutningur vaxandi á nautakjöti því það er skortur á íslensku nautakjöti. En ég get ekki fullyrt um hvort þetta sé að aukast en það er mikilvægt að fylgjast vel með þessu," segir formaðurinn. Jóhannes segir að Neytendasamtökin beyti sér fyrir því að upplýsa neytendur „Það skiptir máli að réttar upplýsingar liggi fyrir. Einverjir gætu viljað sniðganga vörur frá einhverju landi, til dæmis ef þeir telja að sjúkdómahætta fylgi tilteknum vörum. Neytandinn á að fá möguleika á að gera það. Það er ekki hlutverk Neytendasamtakanna að velja fyrir fólk, heldur að sjá til þess að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða vörur það kaupir."
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira