„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Kristín Ólafsdóttir Vísir/Arnþór „Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri. Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57