„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Kristín Ólafsdóttir Vísir/Arnþór „Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri. Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
„Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið