Innlent

Vonandi útskrifuð af gjörgæslu í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hina slösuðu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hina slösuðu. mynd/JÓN HERMANNSSON
Líðan hinnar átján ára gömlu svissnesku konu sem féll við klifur við Stjórnarfoss í gær er stöðug samkvæmt lækni á gjörgæsludeild Landspítalans. Vonir standa til að hún verði útskrifuð af gjörgæslu síðar í dag.

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út í gær þegar tilkynning barst um að konan hefði slasað sig við Stjórnarfoss nærri Klaustri. Konan var að klifra við fossinn en skrikaði fótur þegar hún hugðist stytta sér leið fram hjá blautum slóða sem lá upp að Stjórnarfossi. Við það féll hún marga metra.

Konan var sótt á þyrlu og flutt á gjörgæslu Landspítalans í Reykjavík því hún var talin alvarlega slösuð. Engar upplýsingar hafa fengist um áverka konunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×