Innlent

Nýframkvæmdir á kostnað endurbóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýframkvæmdir Fjöldi byggingakrana bendir til aukinna verkefna verktaka.
Nýframkvæmdir Fjöldi byggingakrana bendir til aukinna verkefna verktaka. Fréttablaðið/Pjetur
„Það verður að taka tillit til þess að byggingageirinn almennt, verkefni verktaka, hafa stóraukist. Og þeir draga úr viðhaldsverkefnum einstaklinga því vinnuaflið sækir þangað,“ segir Steinþór Haraldsson hjá ríkisskattstjóra.

Fréttablaðið greindi í gær frá tölum sem sýna að beiðnum um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýbygginga og viðhalds húsnæðis hefur fækkað á undanförnum árum. Þær voru í heild 18.024 árið 2010 en 13.911 í fyrra. Í samtali við Fréttablaðið sagði Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, mögulegt að þetta benti til þess að svört vinna væri að aukast. Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að á rigningarsumrum ráðist fólk síður í endurbætur á húsnæði.

Steinþór segir skýringarnar fleiri. Fyrir utan aukin umsvif verktaka hafi endurgreiðslubeiðnum snarfjölgað strax eftir hrun. „Árið 2009 voru þær þrettán þúsund en 2007 voru þær fimm þúsund,“ segir Steinþór Haraldsson. Hann segir að ástæðan fyrir þessari sprengingu hafi verið sú að fólk hafi getað tekið út séreignarsparnað. „Við erum ánægð með þetta átak sem við teljum að hafi skilað árangri,“ segir hann. - 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×