Innlent

Aukakílóin fara í mannúðarmál

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Einar til í slaginn og vonast til að verða rýrari í holdinu en að sjóðir Einstakra barna verði digrari.mynd/Aðsend
Einar til í slaginn og vonast til að verða rýrari í holdinu en að sjóðir Einstakra barna verði digrari.mynd/Aðsend
Friðriki Bergmannssyni var ekkert farið að lítast á holdafar vinar síns, Einars Skaftasonar. Hann eggjaði Einar því í megrun og til að styðja um leið gott málefni.

„Ég er alltaf til í svona aksjón,“ segir Einar. Frá 17. júlí hefur því verið hægt að heita á Einar í megruninni og borga 500 krónur fyrir hvert kíló sem hann missir. Þær renna síðan beint til Einstakra barna, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma. Sjálfur ætlar Einar að borga 1.000 krónur fyrir kílóið.

„Nú er það bara að duga eða drepast,“ segir hann og hlær við. Hann er um 132 kíló en spurður að því hvað hann stefni á að missa mörg þeirra segir hann: „Það er best að vera ekki með of miklar yfirlýsingar, ég ætla bara að gera mitt besta.“

Þeir sem vilja heita á hann geta sent Friðriki, umsjónarmanni átaksins, netpóst á rikkibe@gmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×