Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 17:42 Unnur segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir flutningunum, enda mikið líf í New York. Vísir/Valli „Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira