Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 17:42 Unnur segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir flutningunum, enda mikið líf í New York. Vísir/Valli „Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira