Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 17:42 Unnur segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir flutningunum, enda mikið líf í New York. Vísir/Valli „Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær. Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
„Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær.
Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira