Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 17:42 Unnur segist vera orðin ótrúlega spennt fyrir flutningunum, enda mikið líf í New York. Vísir/Valli „Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Ég er ekki búin að ná því að þetta sé að verða að veruleika. Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var barn,“ segir tónlistarkonan Unnur Eggertsdóttir, sem komst inn í leiklistarnám við The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég ákvað fyrir um ári að hefja leit að skólum og fann þrjá skóla sem mig langaði í. Við tók langt umsóknarferli.“ Unnur hélt til New York í sumar í prufur hjá öllum skólunum þar sem hún átti að flytja einleiki og syngja. „Ég hef starfað með hæfileikaríku fólki hér heima og fékk fimm frábæra leikstjóra til þess að gefa mér nótur. Ég flaug með mömmu í prufurnar en þetta var stressandi ferli. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi klúðra þessu væri draumurinn úti.“ Áhyggjur Unnar reyndust ástæðulausar því hún flaug inn í alla skólana. „Þetta gekk allt vel og skólarnir lofuðu að hafa samband innan fjögurra vikna. Í einni prufunni fékk ég að heyra að þeim hefði litist svo vel á mig að ég komst inn í skólann á staðnum.“ Unnur valdi The American Academy of Dramatic Arts, hefðbundinn leiklistarskóla. „Ég valdi hann þar sem ég tel að ég þurfi mest á því að halda að bæta mig í leiklist. Ég hef verið að dansa og syngja undanfarin ár og leiklistin hefur orðið dálítið undir en samt alltaf verið það sem mig langar mest að læra. Ég finn mér dans- og söngkennara samhliða náminu svo ég geti viðhaldið öllu saman.“ Unnur flytur út 12. september og hlakkar til. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég á eftir að sakna fjölskyldunnar og vinanna en á sama tíma hlakka ég til.“ Unnur segir skólagjöldin há en að skólinn hafi veitt henni háan styrk. „Ég fer svo í það að selja eitthvað af fötunum mínum. Ef það er einhver þarna úti sem á sjúklega mikinn pening þá má hafa samband,“ segir Unnur og hlær.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira