Nauðgun og tíu líkamsárásir ekki til marks um vel heppnaða hátíð Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2014 17:09 Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir kynferðisbrot í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“ Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“
Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira