Hvað gera verslunarmenn um verslunarmannahelgi? 28. júlí 2014 13:30 Bára, Guðmundur, Sara, Kormákur og Svava. Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira