Hvað gera verslunarmenn um verslunarmannahelgi? 28. júlí 2014 13:30 Bára, Guðmundur, Sara, Kormákur og Svava. Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verslunarmanna, fyrsta mánudegi ágústmánaðar, sem er almennur frídagur á Íslandi. Helgin er mikil ferðahelgi meðal Íslendinga og haldnar eru útihátíðir víða um landið. Á Wikipediu kemur fram að upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur: „Hann var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd, en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks. Fyrsti frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 13. september árið 1894 nokkrum árum síðar var hann fluttur að byrjun ágúst. Verslunarmannafélagið hefur frá upphafi staðið fyrir sérstakri hátíðardagskrá þennan dag. Vegna þess að frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður þar með til löng helgi. Mikinn hluta 20. aldar var þetta mesta ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana, s.s. þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Svipað „upphaf sumarfría“ er til um allan heim og er arfur frá þeim tíma þegar allt verkafólk í einu landi tók orlof á nánast sama tíma.“ Við hringdum í nokkra hressa verslunarmenn og forvitnuðumst um hvernig helgin, sem er jú tileinkuð þeim, færi fram og hvað þeir ætluðu sér að gera.Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Vísir/Valli„Ég ætla að njóta þess að vera í fríi og fara upp í Grímsnes í sumarbústað. Þar keppi ég í tveimur golfmótum, NTC-open og móti sem kallast Lamb og rautt mótið á Kiðjabergi. Ég hef mikinn áhuga á að bæta mig sem kylfing og það mun örugglega gerast einhvern tímann. Annars er alltaf gott veður í Grímsnesinu, þannig að það er skemmtileg helgi handan við hornið hjá mér.“Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC.Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Mynd/Einkasafn„Ég ætla kannski til Eyja en geri það samt líklega ekki, mig langar mikið að sjá Quarashi en það á eftir að koma í ljós. Annars held ég að ég finni mér góðan félagsskap sem kann að elda og reyni að gera einhvers konar átveislu. Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða mikið og gott og þá skiptir veðrið líka engu máli.“Kormákur Geirharðsson, annar eigenda herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar.Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Vísir/Valli„Ég verð í veiði, fiskveiði nánar tiltekið, fyrir norðan. Þar verð ég með fjölskyldunni og tek mér smá frí frá amstrinu. Annars banna ég öllu mínu starfsfólki að fara á Þjóðhátíð, það er hrikalegt fyrir ímynd fyrirtækisins.“Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Jör.Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni AfturVísir/Anton Brink„Ég er tilneydd til að vera í bænum. Ég er svo lítið fyrir tjaldstæði, en var hins vegar að gera upp íbúðina mína sem mér finnst talsvert vænni gistikostur. Ég er líka meira en til í að taka á móti gestum og gangandi heima hjá mér, í 101 Reykjavík.“Bára Hólmgeirsdóttir í versluninni Aftur.Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.Vísir/Stefán„Það er náttúrulega alltaf margt í gangi hjá mér og ég geri ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en ég legg í hann, en mig langar út í Flatey. Svo langar mig að komast í hestaferð – en fyrst og fremst langar mig í þyrluferð, og ef einhver býður þá er ég mega til.“Sara María Júlíudóttir, verslunarstjóri Kirsuberjatrésins.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira