Innlent

Rabarbarinn nær upp í nef

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Það ætti að vera til nóg í sultuna hjá Margréti í ár.
Það ætti að vera til nóg í sultuna hjá Margréti í ár.
Það vantar ekki vöxtinn í rabarbaragarðinum hjá Margréti Hjartardóttur á Bíldudal en þeir stærstu ná henni að nefi.„Ég geri ekkert fyrir þetta, þeir verða bara svona stórir hjá mér,“ segir hún. „Annars er þetta svo sem ekkert einsdæmi, þetta er svona hjá henni Guðbjörgu Friðriksdóttur í næsta garði. Ætli þetta sé ekki bara veðursældin hérna á Bíldudal.“

Gott er að nýta þá þessar kjöraðstæður til einhvers annars og hefur hún því gullregn mikið í garðinum sem grætur sínum gulu tárum um þessar mundir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×