Innlent

Sextán nýir íbúar í vikunni

Það verður enn meira fjör í atvinnulífinu og skólanum á Bíldudal næsta vetur.
Það verður enn meira fjör í atvinnulífinu og skólanum á Bíldudal næsta vetur. Jón Sigurður
Um níu prósenta fólksfjölgun varð á einni viku á Bíldudal þegar 16 manns skráðu lögheimili sitt þar í síðustu viku. Fyrir áttu um 180 lögheimili þar. Að sögn Friðbjargar Matthíasdóttur, forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, má fjölgunina að mestu rekja til uppbyggingar fyrirtækisins Arnarlax.

Sjö nýir nemendur munu setjast á skólabekk á Bíldudal en þar voru 23 nemendur í fyrra. Á Patreksfirði fjölgar svo og íbúum þannig að það hefur fjölgað um 60 manns á undanförnum þremur árum í Vesturbyggð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×