Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Sveinn Arnarsson skrifar 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár fréttablaðið/daníel Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr.
Mest lesið „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira