Innlent

Sigmundur fundar með forsætisráðherra Lúxemborgar

Ingvar Haraldsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann fundar í dag með forsætisráðherra Lúxemborgar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann fundar í dag með forsætisráðherra Lúxemborgar. vísir/gva
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ferðast í dag til Lúxemborgar.

Þar mun hann funda með Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. Leiðtogarnir stefna að því að ræða efnahagsmál og stjórnmálaþróun í Evrópu.

Í kjölfarið mun Sigmundur sitja heiðurskvöldverð Carls Baudenbacher, forseta EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn fagnar nú 20 ára afmæli sínu.

Í gær snæddi Sigmundur hádegisverð á Húsavík með Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins, eiginmanni hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×