„Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:30 Mímir stefnir langt í fitnessheiminum. „Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“ Airwaves Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“
Airwaves Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira