Fréttamenn frá BBC mættir til Íslands Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2014 00:01 Æðarungarnir sem fá skjól hjá bændunum í Hvallátrum eru hændir að þeim sem sjá um þá. Hér sést Þorvaldur Þór Björnsson æðarbóndi með ungunum sínum. Börnin í eynni taka ungana oft með í sjósund. Fréttablaðið/Ian Llewellyn „Þetta er bara hobbí hjá okkur,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, æðarbóndi í Hvallátrum í Breiðafirði. Um fjörutíu manns taka þátt í dúntínslu í eyjunum frá byrjun júní en öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðum. Menn frá náttúrulífsdeild Breska ríkisútvarpsins, BBC, fylgjast grannt með lífinu í eynni en þeir hafa ætlað sér að koma og mynda æðarfuglinn í fjögur ár. „Einn þeirra fór út í búð og keypti bók um Ísland á eitt pund. Þá kviknaði hjá honum áhugi á að gera eitthvað úr þessu,“ segir Þorvaldur. „Æðarfuglinn leikur stórt hlutverk í myndinni þeirra. Síðan hafa fléttast inn fleiri hlutir sem þeir vilja líka gera góð skil. Þeir fóru til dæmis og skoðuðu eggjatöku í Grímsey og hvernig á að háfa lunda.“ Veðrið hefur leikið við fólkið í Hvallátrum. „Mennirnir frá BBC eru búnir að vera á nærbolnum í sólskini alla daga. Þeim finnst það skrítið þegar allir hafa talað um að á Íslandi sé alltaf hrollkalt.“ Seinni leitir hófust á föstudag og hefur dúntínslan gengið vel. „Stemningin er góð og veðrið hefur verið einstakt í sumar. Við þurfum að fara í um það bil 267 eyjar og hólma svo þetta er mikið verk,“ segir Þorvaldur. Heimtur eru misjafnar eftir árum en algengt er að það náist að safna á bilinu fjörutíu til fimmtíu kílóum af æðardúni í Hvallátrum. Dúnninn er meðal annars seldur til Japans og Þýskalands í gegnum fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf. Það eru sjö eigendur sem koma að Hvallátrum en æðardúnninn er ekki þeirra helsta atvinna. „Menn taka sér bara frí til að gera þetta. Við tökum ekki krónu af því sem kemur inn heldur fer það allt í reksturinn.“ Ágóðinn af æðardúninum hefur farið í viðhald í eynni en þar er reisulegt íbúðarhús og skemma. „Við höfum verið að endurnýja þök og mála hús og svona. Svo keyptum við gröfu og tæki til að geta sinnt þessu betur. Við vorum líka að kaupa stóran bát til að komast á milli því það hefur verið talað um að Baldur verði lagður niður.“ Breiðafjarðarferjan Baldur hefur hingað til komið gestum Hvallátra út í Flatey en þaðan hefur smærri bátur ferjað alla út í eyju. Í Hvallátrum er æðarungum sem eru veikir eða hafa týnt móður sinni komið á legg. „Krakkarnir fara svo í sjóbað með ungunum og synda með þeim og svona.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
„Þetta er bara hobbí hjá okkur,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, æðarbóndi í Hvallátrum í Breiðafirði. Um fjörutíu manns taka þátt í dúntínslu í eyjunum frá byrjun júní en öll vinnan er unnin af sjálfboðaliðum. Menn frá náttúrulífsdeild Breska ríkisútvarpsins, BBC, fylgjast grannt með lífinu í eynni en þeir hafa ætlað sér að koma og mynda æðarfuglinn í fjögur ár. „Einn þeirra fór út í búð og keypti bók um Ísland á eitt pund. Þá kviknaði hjá honum áhugi á að gera eitthvað úr þessu,“ segir Þorvaldur. „Æðarfuglinn leikur stórt hlutverk í myndinni þeirra. Síðan hafa fléttast inn fleiri hlutir sem þeir vilja líka gera góð skil. Þeir fóru til dæmis og skoðuðu eggjatöku í Grímsey og hvernig á að háfa lunda.“ Veðrið hefur leikið við fólkið í Hvallátrum. „Mennirnir frá BBC eru búnir að vera á nærbolnum í sólskini alla daga. Þeim finnst það skrítið þegar allir hafa talað um að á Íslandi sé alltaf hrollkalt.“ Seinni leitir hófust á föstudag og hefur dúntínslan gengið vel. „Stemningin er góð og veðrið hefur verið einstakt í sumar. Við þurfum að fara í um það bil 267 eyjar og hólma svo þetta er mikið verk,“ segir Þorvaldur. Heimtur eru misjafnar eftir árum en algengt er að það náist að safna á bilinu fjörutíu til fimmtíu kílóum af æðardúni í Hvallátrum. Dúnninn er meðal annars seldur til Japans og Þýskalands í gegnum fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf. Það eru sjö eigendur sem koma að Hvallátrum en æðardúnninn er ekki þeirra helsta atvinna. „Menn taka sér bara frí til að gera þetta. Við tökum ekki krónu af því sem kemur inn heldur fer það allt í reksturinn.“ Ágóðinn af æðardúninum hefur farið í viðhald í eynni en þar er reisulegt íbúðarhús og skemma. „Við höfum verið að endurnýja þök og mála hús og svona. Svo keyptum við gröfu og tæki til að geta sinnt þessu betur. Við vorum líka að kaupa stóran bát til að komast á milli því það hefur verið talað um að Baldur verði lagður niður.“ Breiðafjarðarferjan Baldur hefur hingað til komið gestum Hvallátra út í Flatey en þaðan hefur smærri bátur ferjað alla út í eyju. Í Hvallátrum er æðarungum sem eru veikir eða hafa týnt móður sinni komið á legg. „Krakkarnir fara svo í sjóbað með ungunum og synda með þeim og svona.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira