Engar öfgar hjá múslimum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Björn eignaðist marga góða vini í skólanum, bæði stelpur og stráka. Hann gekk í 12. bekk sem er útskriftarárgangur menntaskólans en í Indónesíu fara ungmenni í háskóla á átjánda ári. Mynd/Björn Leví Björn Leví Óskarsson fór til Indónesíu 17 ára gamall sem skiptinemi og kom heim eftir ársdvöl síðastliðið haust. Hann ákvað að fara eins langt og hann kæmist, landfræðilega og menningarlega. „Ég bjó hjá múslimskri fjölskyldu og allir krakkarnir í skólanum voru múslimar. Það kom mér mest á óvart að það er eiginlega erfitt að segja hvernig það er að búa með múslimum. Það kom bara voða lítið á óvart, var í raun eins og að búa með hverri annarri fjölskyldu.“ Björn segist ekki hafa fundið fyrir neinum öfgum. Indónesía sé sett saman af alls konar menningu og fólk sé mjög umburðarlynt gagnvart trúarbrögðum annarra. Þannig geta kristnir, sem eru í minnihluta, og múslimar vel verið vinir og hann hafi ekki fundið fyrir neinum aðskilnaði þar á milli. „Ég fann fyrst og fremst að fjölskylda mín úti og vinir eru mun trúaðri en við á Íslandi. Þau biðja bænir reglulega yfir daginn og ég lærði að biðja með þeim sem var bara hugguleg stund. Það að fjölskyldan vaknaði klukkan fimm á morgnana til að biðja og það að konur séu með slæðu yfir hausinn vandist á fáeinum dögum. Þannig að menningarsjokkið sem slíkt var ekki neitt.“ Það sem Birni fannst jákvætt voru falleg og heilbrigð samskipti milli kynjanna og samverustundir fjölskyldunnar. „Þau drekka ekki áfengi og það breytir ýmsu. Það er lítið um kærustupör eða kynlíf fyrir giftingu en stelpur og strákar hanga saman og eru góðir vinir. Fjölskyldan mín fór líka oft á laugardagskvöldum öll saman á tónleika eða einhvern viðburð í bænum og voru að skemmta sér fram á nótt. Allir edrú að sjálfsögðu.“ Björn er orðlaus yfir umræðunni á Íslandi síðustu vikur. „Ég sé ekki vandamálið sem fólk er að búa til. Vandamálið verður fyrst til þegar við komum fram við aðra af virðingarleysi. Við ættum að vera jákvæðari og fagna fjölbreytileikanum,“ segir hann að lokum og bætir við að hann hafi allavega ekki kosið Framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningunum. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Björn Leví Óskarsson fór til Indónesíu 17 ára gamall sem skiptinemi og kom heim eftir ársdvöl síðastliðið haust. Hann ákvað að fara eins langt og hann kæmist, landfræðilega og menningarlega. „Ég bjó hjá múslimskri fjölskyldu og allir krakkarnir í skólanum voru múslimar. Það kom mér mest á óvart að það er eiginlega erfitt að segja hvernig það er að búa með múslimum. Það kom bara voða lítið á óvart, var í raun eins og að búa með hverri annarri fjölskyldu.“ Björn segist ekki hafa fundið fyrir neinum öfgum. Indónesía sé sett saman af alls konar menningu og fólk sé mjög umburðarlynt gagnvart trúarbrögðum annarra. Þannig geta kristnir, sem eru í minnihluta, og múslimar vel verið vinir og hann hafi ekki fundið fyrir neinum aðskilnaði þar á milli. „Ég fann fyrst og fremst að fjölskylda mín úti og vinir eru mun trúaðri en við á Íslandi. Þau biðja bænir reglulega yfir daginn og ég lærði að biðja með þeim sem var bara hugguleg stund. Það að fjölskyldan vaknaði klukkan fimm á morgnana til að biðja og það að konur séu með slæðu yfir hausinn vandist á fáeinum dögum. Þannig að menningarsjokkið sem slíkt var ekki neitt.“ Það sem Birni fannst jákvætt voru falleg og heilbrigð samskipti milli kynjanna og samverustundir fjölskyldunnar. „Þau drekka ekki áfengi og það breytir ýmsu. Það er lítið um kærustupör eða kynlíf fyrir giftingu en stelpur og strákar hanga saman og eru góðir vinir. Fjölskyldan mín fór líka oft á laugardagskvöldum öll saman á tónleika eða einhvern viðburð í bænum og voru að skemmta sér fram á nótt. Allir edrú að sjálfsögðu.“ Björn er orðlaus yfir umræðunni á Íslandi síðustu vikur. „Ég sé ekki vandamálið sem fólk er að búa til. Vandamálið verður fyrst til þegar við komum fram við aðra af virðingarleysi. Við ættum að vera jákvæðari og fagna fjölbreytileikanum,“ segir hann að lokum og bætir við að hann hafi allavega ekki kosið Framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningunum.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira