Innlent

Landaði elleftu hrefnu ársins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Gunnar segir kjöt hrefnunnar sem veiddist í gær fara í verslanir fyrir helgi. Fréttablaðið/Gva
Gunnar segir kjöt hrefnunnar sem veiddist í gær fara í verslanir fyrir helgi. Fréttablaðið/Gva
Hrefnuveiðiskipið Hafsteinn SK landaði í gær sínu ellefta dýri. Ekkert annað skip er á hrefnuveiðum en áhöfn Hrafnreyðar KÓ stefnir á veiðar í Faxaflóanum á næstu dögum.

Gunnar Bergmann Jónsson, talsmaður hrefnuveiðimanna, segir veiðar hafa gengið mun betur en undanfarin ár.

„Pólitíkin var að trufla okkur í fyrra þegar Faxaflóanum var lokað. Svo er mikið af hrefnu og greinilega mikið æti í flóanum,“ segir Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×