Telja húsin liggja undir skemmdum vegna sprenginga Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2014 10:15 Húsið við Gunnarsbraut sem liggur undir skemmdum. Fréttablaðið/Stefán Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem íbúar segja að rekja megi til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreyttir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnarsbraut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiðiskjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu friðsama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmdirnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraftminni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“Aðalgeir Hólmsteinssonn, umsjónarmaður framkvæmda, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Áður en vinna við sprengingar á reitnum hófst, fór verktakinn sem sér um þennan þátt framkvæmda ásamt tryggingafélagi sínu og tók út húsin í næsta nágrenni byggingareitsins. Við úttekt er ytra byrði húsa metið ásamt burðarvirki þeirra. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhrifasvæði.“ „Við höfum farið mjög varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að lágmarka hættu á tjóni og gætum þess svo jafnframt að sprengingar á svæðinu hafi sem minnst áhrif á daglegt líf fólks.“ „Sprengingar á reitnum eru nú á lokastigi og vonumst við að geta klárað þennan verkþátt á allra næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan þeirri áætlun sem við gáfum okkur m.v. fyrirliggjandi forsendur. Við höfum og reynt að sinna upplýsingagjöf til íbúa á svæðinu eins og kostur er, þannig að þeir séu meðvitaðir um gang mála.“Árétting: Rangt var haft eftir Aðalgeir í Fréttablaðinu í dag. Hér birtist fréttin rétt. Blaðamaður harmar þau mistök sem voru gerð. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sprungur eru farnar að myndast á byggingum í Norðurmýrinni í Reykjavík, sem íbúar segja að rekja megi til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit. Íbúar í Norðurmýrinni eru orðnir langþreyttir á titringi, sem líkja má við öfluga jarðskjálfta, vegna sprenginganna, sem hófust þann fjórða apríl síðastliðinn og hefur verið sprengt allt upp í fimm sinnum á dag. Helga Gerður Magnúsdóttir er íbúi á Gunnarsbraut í Norðurmýri og hefur ekki farið varhluta af sprengingunum og öllu því sem tilheyrir þeim. „Þetta er verulega þreytandi. Hér leikur allt á reiðiskjálfi nokkrum sinnum á dag. Þetta kemur illa við mann, því þetta er eins og jarðskjálftar eða eins og að búa við loftárásir.“ Hús Helgu Gerðar er byggt árið 1939 í þessu friðsama og rótgróna hverfi. Fyrir um þremur árum var húsið gert upp að utan og vandað til verka. Nú í vikunni sá Helga Gerður nýja sprungu í múrhúð hússins sem hún vill rekja til sprenginganna. „Ég hef aldrei séð þessa sprungu áður, hún var bara að koma fyrir örfáum dögum. Rökréttasta skýringin á þessari nýju sprungu eru framkvæmdirnar í Einholti,“ segir Helga Gerður. „Auðvitað spyr maður sig hvort ekki sé hægt að gera þetta í minni skömmtum og hafa hleðslurnar ögn kraftminni. Þannig þurfa framkvæmdirnar ekki að valda svona miklum óþægindum og eignatjóni.“Aðalgeir Hólmsteinssonn, umsjónarmaður framkvæmda, segir áhrif framkvæmdanna alltaf hafa verið ofarlega í huga þeirra sem standa að verkinu. Takmarkið væri að valda sem minnstu ónæði nágranna. „Áður en vinna við sprengingar á reitnum hófst, fór verktakinn sem sér um þennan þátt framkvæmda ásamt tryggingafélagi sínu og tók út húsin í næsta nágrenni byggingareitsins. Við úttekt er ytra byrði húsa metið ásamt burðarvirki þeirra. Staðsetning hússins á Gunnarsbraut er fyrir utan það svæði sem tryggingafyrirtækið skilgreinir sem áhrifasvæði.“ „Við höfum farið mjög varlega í þessum efnum og gert meiri kröfur en reglugerðir kveða á um til að lágmarka hættu á tjóni og gætum þess svo jafnframt að sprengingar á svæðinu hafi sem minnst áhrif á daglegt líf fólks.“ „Sprengingar á reitnum eru nú á lokastigi og vonumst við að geta klárað þennan verkþátt á allra næstu dögum. Þetta hefur gengið vel og er verkið á undan þeirri áætlun sem við gáfum okkur m.v. fyrirliggjandi forsendur. Við höfum og reynt að sinna upplýsingagjöf til íbúa á svæðinu eins og kostur er, þannig að þeir séu meðvitaðir um gang mála.“Árétting: Rangt var haft eftir Aðalgeir í Fréttablaðinu í dag. Hér birtist fréttin rétt. Blaðamaður harmar þau mistök sem voru gerð.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira