Innlent

Rannsókn á lekanum á lokastigi

Snærós Sindradóttir skrifar
Lögreglumönnum er óheimilt að leita upplýsinga í LÖKE nema þeir hafi brýna ástæðu til.
Lögreglumönnum er óheimilt að leita upplýsinga í LÖKE nema þeir hafi brýna ástæðu til. Fréttablaðið/Pjetur
Rannsókn á leka lögreglumanns úr skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, er á lokastigi. Þetta staðfestir Jóhannes Jensson sem fer með rannsókn málsins hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Jóhannes staðfestir að málið verði sent Ríkissaksóknara á allra næstu dögum.

Lögreglumaðurinn er grunaður um að hafa flett upp upplýsingum um konur sem kært hafa kynferðisbrot til lögreglunnar. Upplýsingunum deildi hann svo í lokuðum Facebook-hóp þar sem vinir hans tveir gátu skoðað þær. Mennirnir ræddu upplýsingarnar jafnframt sín á milli.

Lögreglumanninum, sem starfaði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið vikið frá störfum.

Vitorðsmanni hans hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova var sömuleiðis vikið frá störfum en hann er grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu.

Þriðji aðilinn, lögfræðingur á lögmannsstofu í Reykjavík, er í leyfi vegna rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×