Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 12:00 Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum.
Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira