Hjóluðu á Sónar frá Berlín til Barcelona Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 12:00 Þrátt fyrir nokkur óhöpp á leiðinni komust þeir Helgi Ragnar og Rafn á leiðarenda. „Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum. Sónar Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Heilsan er óvenju góð, við vorum reyndar alveg uppgefnir þegar við komum í fyrrakvöld en líkaminn er þó í góðu standi,“ segir Rafn Erlingsson, en Rafn og félagi hans, Helgi Ragnar Jensson, hjóluðu um 2.500 kílómetra leið, frá Berlín til Barcelona, til þess eins að skella sér á tónlistarhátíðina Sónar sem fram fer í spænsku borginni. Þeir félagar fluttu saman til Berlínar í febrúar og ákváðu stuttu síðar að fjárfesta í miðum á tónleikahátíðina. „Það var svo undir áhrifum bjórs að við ákváðum að hjóla alla leið á áfangastað og það gerðum við,“ segir Rafn, en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að koma okkur út í. Við reyndum bara að plana einn dag í einu og svo þegar við komum að Miðjarðarhafinu pössuðum við okkur bara á því að sjórinn væri vinstra megin við okkur, þá vorum við að hjóla í rétta átt,“ segir Rafn og hlær. Alls hjóluðu þeir félagar í gegnum sjö lönd og fóru bæði yfir Alpana og Pýreneafjöll. Ferðalagið gekk þó ekki stóráfallalaust fyrir sig. „Það sprakk hjá mér þrisvar, eitt dekk og ein gjörð eyðilögðust. Helga tókst svo að týna myndavélinni sinni og við hjóluðum aukalega þrjátíu kílómetra til þess að reyna að hafa upp á henni, án árangurs. Helgi klessti svo einu sinni á mig og flaug af hjólinu og mér tókst svo að klessa á staur þegar ég var utan við mig og flaug í kjölfarið af hjólinu.“ Strákunum tókst þó að komast á leiðarenda í tæka tíð en Sónar-hátíðin hefst í Barcelona í dag og er íslenska hljómsveitin FM Belfast á meðal þeirra sem koma fram. „Við hlökkum mest til þess að sjá okkar íslensku FM Belfast. Nú erum við búnir að vera að ferðast í sex vikur og höfum ekki haft nægan tíma til að kynna okkur hverjir eru að spila, þótt við höfum séð mörg böndin á Sónar hér í Reykjavík. En við erum rosalega spenntir.“ Þeir félagar ætla báðir að flytja heim til Íslands að hátíðinni lokinni.En hvernig verður heimferðinni hagað? „Það hefur komið upp sú hugmynd að hjóla bara til baka en við eigum þó báðir flug heim með hjólin okkar. Ætli við höldum því plani ekki bara,“ segir Rafn, hress að lokum.
Sónar Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira