Sumarið stimplar sig rækilega inn Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2014 07:15 Eflaust munu höfuðborgarbúar flykkjast út á land um helgina en þó má búast við því að miðbærinn verði fullur af fólki. Fyrsta alvöru sumarhelgi ársins er rétt handan við hornið. Fréttablaðið/GVA Það er spáð bongóblíðu um allt land um helgina og landsmenn eru þegar farnir að skipuleggja dagskrána enda löng helgi framundan. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni, segir að líklega haldist hann þurr um allt land. „Það verður fyrirtaksveður á landinu öllu um helgina. Það er komið sumar,“ segir Einar. Hann segir að logninu gæti þó fylgt kaldari hafgola. „Það sem gerist í svona veðurlagi er að það getur lagst þoka með austurströndinni og eins í útsveitum og á Húnaflóanum. Inn til landsins ætti sólin að skína glatt.“ Einar gefur þó lítið fyrir björtustu vonir manna. „Það hefur einhver verið að nefna hitabylgju en ég er ekki alveg til í að tala um það. Hitinn ætti að komast yfir tuttugu stig þar sem best lætur. Við förum yfirleitt ekki að tala um hitabylgju fyrr en hann er kominn yfir 25 stig.“ Einar segir að landsmenn allir muni njóta veðurblíðunnar. „Það er í raun bara spurning um hvar verður hafgola og skýjafar eða þoka við sjávarsíðuna. Loftið yfir landinu er hlýtt og vænt. Það verður bjart sólskin og dásemdar sumarveður.“ Það er þó erfitt að segja til um það hvort fólk eigi að fara að venja sig við sandalana áfram. „Það er ekkert kalt loft á leiðinni en hvar og hvenær hann dembir úr sér, það er meiri óvissa með það.“ Sumarið byrjar að minnsta kosti óvenju vel. „Það má segja það að hitinn núna minnir frekar á júlídaga heldur en blábyrjun sumars og þannig verða að öllum líkindum þessir dagar framundan um helgina.“ Rut Guðmundsdóttir, forstöðukona sundlaugarinnar á Borg í Grímsnesi, segir að búið sé að manna aukavaktir fyrir laugina um helgina. „Stemningin er góð. Við búumst við því að bústaðir og tjaldsvæðin í kring fyllist. Yfirleitt byrjar sumarið ekkert fyrr en eftir 17. júní svo kannski fáum við með þessu aukahelgi. Það er allt klappað og klárt.“ Í ísbúðinni Valdísi úti á Granda er allt á suðupunkti fyrir helgina. „Stemningin er bara þannig að það er aukafólk á vakt að baka vöfflur. Við erum að undirbúa okkur undir stríð. Nei, djók,“ segir Anna Svava Knútsdóttir sem rekur ísbúðina. Á góðum sólardögum tekur verslunin á móti rúmlega þúsund viðskiptavinum. „Þetta verður ekkert mál því við erum með svo mikið af góðu starfsfólki. Það er hámark að bíða í tólf mínútur.“ Tengdar fréttir Spá 20 stiga hita Sól og blíða eru framundan, einkum inn til landsins, og stefnir í hlýja hvítasunnuhelgi og kjöraðstæður fyrir tjaldútilegu, samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar. 4. júní 2014 10:00 Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Það er spáð bongóblíðu um allt land um helgina og landsmenn eru þegar farnir að skipuleggja dagskrána enda löng helgi framundan. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni, segir að líklega haldist hann þurr um allt land. „Það verður fyrirtaksveður á landinu öllu um helgina. Það er komið sumar,“ segir Einar. Hann segir að logninu gæti þó fylgt kaldari hafgola. „Það sem gerist í svona veðurlagi er að það getur lagst þoka með austurströndinni og eins í útsveitum og á Húnaflóanum. Inn til landsins ætti sólin að skína glatt.“ Einar gefur þó lítið fyrir björtustu vonir manna. „Það hefur einhver verið að nefna hitabylgju en ég er ekki alveg til í að tala um það. Hitinn ætti að komast yfir tuttugu stig þar sem best lætur. Við förum yfirleitt ekki að tala um hitabylgju fyrr en hann er kominn yfir 25 stig.“ Einar segir að landsmenn allir muni njóta veðurblíðunnar. „Það er í raun bara spurning um hvar verður hafgola og skýjafar eða þoka við sjávarsíðuna. Loftið yfir landinu er hlýtt og vænt. Það verður bjart sólskin og dásemdar sumarveður.“ Það er þó erfitt að segja til um það hvort fólk eigi að fara að venja sig við sandalana áfram. „Það er ekkert kalt loft á leiðinni en hvar og hvenær hann dembir úr sér, það er meiri óvissa með það.“ Sumarið byrjar að minnsta kosti óvenju vel. „Það má segja það að hitinn núna minnir frekar á júlídaga heldur en blábyrjun sumars og þannig verða að öllum líkindum þessir dagar framundan um helgina.“ Rut Guðmundsdóttir, forstöðukona sundlaugarinnar á Borg í Grímsnesi, segir að búið sé að manna aukavaktir fyrir laugina um helgina. „Stemningin er góð. Við búumst við því að bústaðir og tjaldsvæðin í kring fyllist. Yfirleitt byrjar sumarið ekkert fyrr en eftir 17. júní svo kannski fáum við með þessu aukahelgi. Það er allt klappað og klárt.“ Í ísbúðinni Valdísi úti á Granda er allt á suðupunkti fyrir helgina. „Stemningin er bara þannig að það er aukafólk á vakt að baka vöfflur. Við erum að undirbúa okkur undir stríð. Nei, djók,“ segir Anna Svava Knútsdóttir sem rekur ísbúðina. Á góðum sólardögum tekur verslunin á móti rúmlega þúsund viðskiptavinum. „Þetta verður ekkert mál því við erum með svo mikið af góðu starfsfólki. Það er hámark að bíða í tólf mínútur.“
Tengdar fréttir Spá 20 stiga hita Sól og blíða eru framundan, einkum inn til landsins, og stefnir í hlýja hvítasunnuhelgi og kjöraðstæður fyrir tjaldútilegu, samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar. 4. júní 2014 10:00 Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Spá 20 stiga hita Sól og blíða eru framundan, einkum inn til landsins, og stefnir í hlýja hvítasunnuhelgi og kjöraðstæður fyrir tjaldútilegu, samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar. 4. júní 2014 10:00
Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00