Virða akstursbann að vettugi Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Við Frostastaðaháls. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. Mynd/Umhverfisstofnun Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er.
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði