Flottasta hljómsveitarúta landsins tilbúin Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2014 08:30 Brynjar Berg, hljóðmaður Skítamórals, Einar Ágúst söngvari og Viktor Hólm, rótari Skítamórals, voru sáttir við nýtt útlit rútunnar. visir/daníel „Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Það hefur alltaf verið ákveðin eftirspurn eftir svona rútum og var því ákveðið að kýla á að gera gamla Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynisson, annar af eigendum fyrirtækisins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna, en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni, einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig langaði alltaf að taka þátt í þessu og bauðst að fara í þetta með Pétri en ég kem í raun bara inn í þetta sem nokkurs konar búst,“ segir Finni. Upphafið á endurbótum á rútunni má rekja til tónleika sem Skítamórall, Á móti sól, Veðurguðirnir og Stuðlabandið héldu til styrktar rútunni en það var í apríl í fyrra. Liner-rútan, sem er í raun eins og lúxushótel á hjólum, kom upphaflega hingað til lands á vegum hljómsveitarinnar Skítamórals. „Við fluttum hana inn árið 1999 frá Þýskalandi og túruðum mikið í henni, svo hafa ýmsar hljómsveitir notað hana síðan,“ segir Einar Ágúst Víðisson, annar söngvara hljómsveitarinnar Skítamórals, um upphafið.Lúxushótel á hjólumSagan segir að hin þýska og goðsagnakennda þungarokksveit, Rammstein, hafi átt rútuna áður en hún kom hingað til lands. „Við fréttum að þetta hefði upphaflega verið rúta sem Rammstein átti, það var ekki verra,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Rútan hýsir allt að tuttugu manns en svefnpláss er fyrir um níu til tólf manns. Það er allt til alls í rútunni og lítur hún út sem ný í dag en hún er árgerð 1985. „Það eru ekki bara hljómsveitir sem hafa notað rútuna, í gegnum tíðina hefur hún verið notuð í steggjanir og gæsanir, einnig hefur hún verið notuð í kringum kvikmyndabransann. Rútan verður enn í boði fyrir slíkt, þannig að hver sem er getur leigt hana,“ segir Pétur.Rútan heldur af stað í sinn fyrsta túr í dag eftir endurbæturnar með Skítamóral. „Við erum að fara á Patreksfjörð í dag, til Grindavíkur á morgun og svo í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina. Við hlökkum mikið til að dvelja í rútunni, það er svolítill tími síðan við túruðum í henni síðast,“ segir Einar Ágúst. Liner-rútan fór í sinn síðasta túr fyrir tveimur árum með Veðurguðina en hefur staðið kyrr síðan og mætir nú tvíefld til leiks. Þeir Pétur og Finni eiga þó einnig aðra fræga rútu sem kallast Eðlan og er árgerð 1967. „Það er líklega þekktasta rútan hér á landi en hún hefur ekki verið notuð lengi. Það getur þó verið að við tökum hana í gegn á næstunni,“ bætir Pétur við.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira